KVENNABLAÐIÐ

Bieber kominn með bleikt hár í stíl við joggingbuxurnar

Hugsast getur að Justin Bieber sé að fá fegrunarráð hjá konu sinni, Hailey Baldwin. Justin sást í Beverly Hills á sunnudaginn með nýlitað, pastelbleikt hár. Fór hann „all-in“ í nýja uppáhaldslitnum og til að kóróna lúkkuð var hann í bleikum joggingbuxum úr fatalínunni sinni Drew House.

Auglýsing

Var Bieber í körfubolta í múnderingunni.

A BLEIK

Justin hefur ekki tjáð sig um ástæðu breytingarinnar en hann er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að skipta um háralit. Hann er nú oftast ljóshærður en hefur margsinnis breytt um hárgreiðslur og liti.

Auglýsing

Kona hans, Hailey Baldwin, hefur líka oft breytt til og er stundum með rauða liti í annars ljósu hári og var hún með tyggjógúmmí-bleikan lit í janúar á þessu ár.

Ekki er vitað hver litaði hárið en hann fer oftast á Nine Zero One í  Los Angeles þar sem flestar stjörnurnar fara.