KVENNABLAÐIÐ

Ellie Goulding gengin í það heilaga! – Myndir

Þann 31. ágúst 2019 gekk söngkonan Ellie Goulding að eiga listaverkasalann Caspar Jopling við fallega athöfn á Jórvíkurskíri í Bretlandi.

ell

Auglýsing

Brúðkaupið var stjörnum prýtt og voru þar engir aðrir en Rita Ora, Ed Sheeran, Karlie Kloss, Katy Perry, Orlando Bloom, Sienna Miller, Cressida Bonas, James Blunt og Sarah Ferguson ásamt prinsessunum Beatrice og Eugene.

ellllll

Auglýsing

ell3

Ellie, sem er 32 ára var í Chloé kjól sem hannaður var af Natacha Ramsay-Leví en Caspar (27) var í fötum frá Huntsman. Afar glæsileg bæði tvö!

elll

ellie

Þau tilkynntu um trúlofun sína í breska dagblaðinu The Times í ágúst 2018, en fyrst var talað um þau sem par í mars árið 2017. Þau hafa verið afar ötul að dásama hvort annað á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir að halda sínu einkalífi fyrir sig.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!