KVENNABLAÐIÐ

Angelina leitar að ástinni þar sem „gulldrengurinn“ Maddox er farinn að heiman

Eitt til tvö stefnumót á viku! Eins og lesendur vita fór Maddox, elsti sonur Angelinu og Brads í háskóla í Suður-Kóreu á dögunum og tók það mjög á hana. Angie hefur verið ein síðan hún skildi við Brad í september 2016, a.m.k. hafa engir alvöru kærastar verið inni í myndinni.

Auglýsing

„Hún hefur verið mjög tilfinninganæm eftir að Maddox fór í skólann og segist nú hafa meiri tíma en áður sem hún veit ekki hvað á að gera við,“ segir vinur leikkonunnar í viðtali við InStyle. Þrátt fyrir að Angelina sé að sjálfsögðu enn mjög fókuseruð á fjölskylduna telur hún tími kominn á eitthvað nýtt: „Það er stórt gap í lífi hennar núna sem hún þarf að fylla,“ og nú telur hún að það þurfi að „dýfa tánum í vatnið“ þegar kemur að ástarmálum.

Auglýsing

Angelina er þó ekki á stefnumótasíðum: „Hún er með fólk til að skoða þetta, í laumi, fyrir hana. Það eru nokkrir líka sem hún hefur augastað á.“

Hefur hún áætlun sem hún hyggst fara eftir: „Hún vill fara á stefnumót einu sinni til tvisvar í viku til að sjá hvert það leiðir hana.“

Maddox fékk afar góðar viðtökur þegar hann fór í skólann sinn, Yonsei háskólann, í þessari viku. Angelina gat varla haldið aftur af tárunum eins og Sykur greindi frá. „Nemendurnir horfðu á hann og frægu mömmu hans með aðdáun þegar hann reyndi að blanda geði við fjöldann.“

Angelina sér Maddox sem „gulldrenginn“ sinn og finnst að hreiðrið sé afar tómt án hans, því hann er kletturinn hennar. Hún ættleiddi hann þegar hann var sjö mánaða frá Kambódíu. Árið 2006 ættleiddi Brad hann einnig.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!