KVENNABLAÐIÐ

Fæddi barn sitt alein í fangaklefa: Myndband

Við vörum viðkvæma við myndbandinu: Myndband af konu í Coloradoríki, Bandaríkjunum, hefur vakið óhug víða um veröld. Fangaverðir horfðu á fangann, Diana Sanchez, fæða barn sitt ein án þess að koma henni til hjálpar. Diana var komin átta mánuði á leið þegar hún var handtekin fyrir auðkennisþjófnað.

Auglýsing

Tveimur vikum eftir að hún var handtekin fékk hún hríðir. Klukkan fimm um morguninn hófst fæðingin og allt náðist á myndband sem farið hefur á flug á netinu. Lögfræðingur hennar opinberaði myndbandið og sést konan gráta af sársauka þar til hún fer úr buxunum og fæðir drenginn sinn ein.

Auglýsing

Það eina sem fangaverðir aðhöfðust var að setja rakadræga mottu undir hurðina til hennar, 45 mínútum áður en hún fæddi. Hjúkrunarfræðingur kom svo inn í klefann þegar barnið var fætt.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!