KVENNABLAÐIÐ

Matthew McConaughey kennir við háskólann í Texasríki

Prófessor Matthew! Hjartaknúsarinn Matthew McConaughey kennir nú kvikmyndanámskeið í Háskólanum í Texasríki, Bandaríkjunum. Þann 28. ágúst tilkynnti háskólinn að Matthew myndi koma í margmiðlunardeild skólans til að kenna í Moody College of Communications.

Auglýsing

Þrátt fyrir að Matthew (49) hafi verið gestakennari síðan árið 2015 og kennt listina í að flytja handrit yfir á hvíta tjaldið ásamt prófessornum Scott Rice er hefur hann nú hækkað í tign: „Þetta er námskeiðið sem ég vildi ég hefði haft þegar ég var í kvikmyndaskólanum. Þegar ég vinn í tímum með þessum stúdentum gefur það mér tækifæri til að undirbúa þá,“ segir leikarinn í yfirlýsingu. „Að búa til kvikmyndir, breyta orðum í myndir, er bæði vísindi og list – skiptir engu með tímasetningar eða kynslóðir. Það er svo mikill sannleikur og tær gleði að vinna í þessu ferli sem er tímalaust. Það verður alltaf fókusinn í tímunum.“

Auglýsing

Áður en Matthew varð frægur í glysborginni Hollywood lærði hann kvikmyndafræði í UT Austin.

Hann er þó ekki eina stjarnan sem kennir. Angelina Jolie mun kenna námskeið, án endurgjalds, um áhrif stríðs á konur við hagfræðiskólann í London nú í September. Ofurfyrirsætan Tyra Banks mun kenna námskeið um hvernig á að búa til sitt eigið vörumerki í Stanfornd, og James Franco hefur kennt í NYU, USC og UCLA.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!