KVENNABLAÐIÐ

Nýgift hjón létust í bílslysi á leið frá sýslumanni

Nýgift hjón í Texasríki, Bandaríkjunum, lentu í bílslysi aðeins nokkrum andartökum eftir að þau voru gefin saman.

Harley Joe Morgan, 19, og Rhiannon Boudreaux Morgan, 20, voru á leið frá sýslumanni þar sem þau gengu í það heilaga. Gerðist atvikið um klukkan 15 að staðartíma. Þau voru á Chevrolet, árgerð 2004, þegar Ford F-250 pallbíll, árgerð 2015, keyrði á þau á mikilli ferð. Ökumann pallbílsins sakaði ekki en hjónin létust á staðnum.

Auglýsing

Móðir Harley, Lashawna Morgan, varð vitni að slysinu þar sem hún keyrði fyrir aftan þau. Hún reyndi að draga þau út úr bílnum en það var til einskis: „Ég horfði á barnið mitt deyja. Ég er enn með blóð sonar míns á mér því ég reyndi að rífa þau út úr bílnum,” sagði Lashawna við fréttastöðina KDFM.

harlye

Auglýsing

„Ég varð vitni að verstu martröðinni. Þetta er mynd sem mun kvelja mig það sem eftir er. Þetta mun aldrei hverfa. Ég mun sjá trukkinn keyra á barnið mitt og drepa það allar nætur, það sem eftir er af jarðnesku lífi mínu.”

Systir Harley, Christina Fontenot, var einnig í bílnum með móður sinni: „Versta martröðin varð fyrir framan augun á mér. Ef þið eigið börn, farið heim og faðmið þau. Ef þið eruð reið, faðmið fjölskylduna ykkar. Elskið fjölskylduna ykkar. Þó þau hafi gert ykkur reið, bætið fyrir það. ekki fara reið í rúmið. Þú veist ekkert hvað gerist.”

Nýgiftu hjónin höfðu þekkst og verið saman síðan í áttunda bekk. Þau höfðu ákveðið að halda brúðkaupsveislu þann 20 desember næstkomandi.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!