KVENNABLAÐIÐ

Umdeilt er að mála fangaklefa bleika

Nokkur svissnesk fangelsi hafa málað fangaklefa í lit sem kallast „Cool Down Pink” en það er gert í þeirri viðleitni að hemja ofbeldisfulla hegðun. Þrátt fyrir að mörg Evrópuríki hafi tekið upp þennan sið er mörgum sem þykir hátternið stjórnsamt og niðurlægjandi.

belik4

Þekkt er að litir hafi áhrif á skap fólks. Sagt er að rauður auki matarlyst og er það því litur sem líklegur er til að vera á veggjum veitingastaða á meðan blár gerir hið öfuga – bælir matarlyst. Allir litir eru tengdir einhverju á tilfinningaskalanum.

Bleikur er t.d. tengdur hamingju og samhyggð en einnig viðkvæmni og kvenleika. Það er ástæðan fyrir að málun fangaklefanna er umdeild.

Sálfræðingar hafa löngum sagt að bleikur rói fólk, en sé það notað í fangelsiskerfinu er það niðurlægjandi, ýti undir staðalímyndir og sé stjórnsamt.

Alexander Schauss var fyrstur til að kynna þessa hugmynd seint á áttunda áratugnum en hann sýndi fram á með rannsóknum að litir hafi áhrif á mennska hegðun. Í einni af rannsóknunum, sem voru auðvitað umdeildar, lét hann karlmenn horfa á bleikt plakat með hendur út frá líkamanum og með því að horfa á bleika litinn var auðveldara að ýta h0ndunum niður. Þegar hann endurtók leikinn með bláa litnum var erfiðara að ýta þeim niður.

Sjóliðsforingjunum Gene Baker og Ron Miller þótti mikið til um rannsóknir Shauss, svo mjög að þeir létu mála fangaklefa flotastöðvanna í bleikum lit og sögðu síðar að þeir hefðu merkt mikla breytingu á hegðun fanganna. Þeir áttu að vera mun meðfærilegri. Liturinn varð þekktur sem Baker-Miller bleikur og var notaður í klefum margra fangelsa níunda áratugarins.

belik 2

Auglýsing

Baker-Miller bleikur var sagður „minnka árásarhvöt fanga þar til að Shauss ákvað að gera fleiri litatilraunir. Hann sá að þessi bleiki sem þeir höfðu notað (meira skærbleikur) hafði ekki róandi áhrif. Ekki bara það heldur lagði hann til að þessi tiltekni bleiki gerði fanga æstari!

Grunsemdir hans voru staðfestar þremur áratugum seinna þegar sálfræðingurinn Oliver Genschow framkvæmdi nákvæmar rannsóknir til að athuga hvort Baker-Miller bleiki liturinn róaði fanga. Í ljós kom að svo var ekki.

Svissneski sálfræðingurinn Daniela Späth ákvað svo að gera sínar eigin rannsóknir á lit sem hún kallaði „Cool Down Pink”og voru tíu fangelsi í Sviss máluð í þeim lit. Fjórum árum seinna sögðu fangelsisyfirvöld að þau merktu færri ofbeldisbrot. Späth sjálf tók eftir að fangar róuðust fyrr í bleikum klefum.

Auglýsing

Cool Down bleikur er því hinn nýji Baker-Miller bleikur og hafa fangelsi víðar en í Sviss málað klefa sína í þeim lit. Einnig hafa flugvellir málað óróasvæði í litnum, skólar og geðsjúkrahús.

Þrátt fyrir að sálfræðingar séu ægilega ánægðir eru fangarnir sjálfir það ekki. Fyrrum fangi segir í viðtali við The Telegraph að vera haldið í klefa sem leit út eins og „svefnherbergi lítillar stelpu” hafi verið mjög niðurlægjandi.

Ein kynjafræðirannsókn hefur einnig tekið undir að það sé niðurlægjandi að viðhafa slíkt í fangelsum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!