KVENNABLAÐIÐ

Kendra Wilkinson er komin með forríkan kærasta eftir skilnaðinn

Fyrrum Playboykanínan, kærasta Hughs Hefner og raunveruleikastjarnan Kendra Wilkinson er nú að leita á önnur mið eftir að hafa skilið við barnsföður sinn, en það reyndist henni mjög erfitt.

Auglýsing

Kendra (34) er einstæð tveggja barna móðir og hefur nú verið að hitta mannfræðinginn Donald „DJ“ Friese, en hún skrifar oft athugasemdir við myndirnar hans á Instagram. Þann 29 júní fór hún með Donald á „fjölskylduspilakvöld“ í Chatsworth, Kaliforníuríki, þar sem fjölskylda hans – sem er vellauðug – á búgarð.

Donald og Kendra voru svo saman í partýinu hennar, Endless Summer Bash í L.A þann 2 ágúst síðastliðinn.

Auglýsing

Hann hefur einnig skrifað daðursleg skilaboð til hennar, en hún var á forsíðu Los Angeles Travel og póstaði af því tilefni að hún „sé ennþá „með´etta.“

Þá svaraði Donald: „Þú misstir það aldrei. Hefur alltaf haft það. Haltu áfram, þú hefur varla klórað í yfirborðið.“

Donald er einnig einstæður faðir tveggja barna. Þau elska dýr, og hann bjargar gjarna framandi dýrum á borð við eðlur og skjaldbökur.

Donald var í sambandi við Baywatch stjörnuna gömlu Donna D´Errico í júní eftir tveggja ára samband. Hann var áður í sambandi við stjörnu úr The Real Housewives of Beverly Hills – Brandi Glanville.

Því miður hefur raunveruleikaþætti Kendru verið aflýst, annars gætu forvitnir fylgst með nýja ástarsambandinu!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!