KVENNABLAÐIÐ

Justin og Hailey Bieber halda brúðkaupsveislu í Suður-Karólínuríki í september

Hjónakornin ungu, Justin og Hailey Bieber ætla nú – ári eftir giftinguna – að halda veglega veislu og játast hvort öðru aftur í Suður-Karólínuríki í september. TMZ greinir frá þessu.

Auglýsing

Boðskort voru send út þriðjudaginn 20. ágúst en þau voru í formi teiknimyndasögubókar þar sem þau voru teiknuð: „Það væri okkur heiður að fá þig á stóra daginn okkar,“ stóð á því.

Auglýsing

Söngvarinn (25) og fyrirsætan (22) hafa dvalist í þó nokkurn tíma í ríkinu að undanförnu. Þau hafa ekki enn haldið upp á brúðkaupið með pompi og prakt.

Þau hafa haldið sig að mestu leyti út af fyrir sig, en sjást þó reglulega úti saman þar sem papparazzarnir ná af þeim myndum. Á slíkum myndum má sjá að þau bera sameiginlega giftingarhringa.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!