KVENNABLAÐIÐ

Miley sver að hún hafi ekki haldið framhjá Liam með Kaitlynn

Sögusagnir ganga nú fjöllum hærra að Miley Cyrus hafi verið tekin saman við Kaitlynn Carter áður en hún skildi við Liam Hemsworth. Liam sótti formlega um skilnað í vikunni og sagði Miley á Twitter að þessar sögur væru ekki sannar:

Auglýsing

„Ég get viðurkennt að lífið sem ég hef valið mér býður upp á að ég sé opin og gagnsæ við aðdáendur mína sem ég elska. Það sem ég get ekki sætt mig við er að ég er sögð ljúga til að hylma yfir glæp sem ég á að hafa framið. Ég hef ekkert að fela. Það er ekkert leyndarmál að ég djammaði á unglingsárum og þrítugsaldrinum. Ég hef ekki bara reykt gras heldur prófað ýmislegt, stærsta lagið mitt er um að dansa á „molly“ og sjúga línur í baðherberginu.“

Auglýsing

Hún heldur áfram: „Ég fokkaði upp og hélt framhjá í samböndum þegar ég var yngri,“ svo telur hún upp ýmislegt sem hún hefur gert, s.s. misst kvikmyndasamning og dansað nakin í myndbandinu við „Wrecking Ball.“

En ég hef aldrei haldið framhjá Liam. Það eru engin leyndarmál til að afhjúpa hérna. Ég hef lært af reynslu minni. Ég er ekki fullkomin og vil ekki vera það, það er leiðinlegt. Ég hef fullorðnast.

Miley segist elska Liam og hún muni alltaf gera það. Hún segir að hún sé hamingjusamari en hún hafi verið lengi. „Þið getið sagt ýmislegt um mig, en ég er ekki lygari.“