KVENNABLAÐIÐ

Angelina í öngum sínum þar sem Maddox flytur að heiman

Anglelina Jolie er að ganga í gegnum erfitt tímabil sem flestir foreldrar þekkja en elsta barnið hennar er að flytja að heima. Maddox, 18 ára, flytur til Seoul, Suður-Kóreu til að læra lífefnafræði. Þau fóru saman út að borða um daginn í Malibu, Kaliforníu og var greinilegt að Angie leið ekki vel. Hún var svo keyrð ein heim en hann fór eitthvert annað.

 

Auglýsing

Angelina er sögð hafa miklar skapsveiflur í kringum þessa flutninga þar sem hún fer að hugsa um að brátt sjái hún líka á eftir hinum börnunum – Pax er 15, Zahara 14, Shiloh er 13 og tvíburarnir eru 11 ára. Einnig hafa börnin orðið nánari föður sínum upp á síðkastið og það fer illa í Angie.

Auglýsing

„Það er ekkert langt þangað til Pax fetar í fótspor Maddox og fer í menntaskóla, svo Zahara og líklegt þykir að Shiloh flytji inn til Brads á einhverjum tímapunkti. Það þýðir að hún verður ein með tvíburana, en þeir vilja vera meira hjá pabba sínum,“ segir vinur hennar í viðtali við Page Six.

„Hún er stjórnsöm og það er ekkert sem hún getur gert í þessu. Hún er full kvíða!“ Að sjá á eftir Maddox mun hafa hvað mest áhrif á hana þar sem þau deila afar sterkri tengingu. Angie ættleiddi Maddox í Kambódíu þegar hann var barn og góðgerðasamtökin Maddox Jolie-Pitt Foundation eru nefnd eftir þeim báðum.

Maddox er sagður þrá eðlilegt líf á sinn hátt, úr skugga foreldra sinna: „Hann getur verið býsna óþekkjanlegur í Seoul. Hann veit að mamma hans á eftir að vera niðurbrotin en hann getur ekki beðið.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!