KVENNABLAÐIÐ

Dwayne Johnson kvæntist ástinni sinni Lauren Hashian á Hawaii!

The Rock genginn í það heilaga! Þann 18. ágúst gekk Dwayne að eiga fallegu eiginkonu sína Lauren (34) á paradísareyjunni Hawaii, Bandaríkjunum.

Auglýsing

„We do. August 18th, 2019.Hawaii,” skrifaði leikarinn (47) á Instagram við mynd frá stóra deginum þeirra.

 

Þrátt fyrir að þau hafi verið að gifta sig hafa þau verið í sambandi í þó nokkurn tíma. Þau hafa búið saman síðan 2006 og eiga dæturnar Jasmine Lia og Tiana Gia en þau virðast afar hamingjusöm.

Auglýsing

Lauren er söngkona og eru þau afar krúttleg á samfélagsmiðlum þar sem þau skiptast á fallegum og kærleiksríkum skilaboðum.

Dwayne á dótturina Simone Alexandra Johnson frá fyrra hjónabandi, en hann var kvæntur kvikmyndaframleiðandanum Dany Garcia.