KVENNABLAÐIÐ

Heather Locklear dæmd í 30 daga vist á geðsjúkrahúsi eftir að hafa ráðist á lögregluþjón

Leikkonan Heather Locklear (57), sem hefur háð harða baráttu við bakkus, tók ekki afstöðu fyrir rétti í gær varðandi átta ákæruatriði gegn henni. Sex af þeim voru síðan í júní 2018, þar sem hún réðist á lögregluþjón og sjúkraflutningamann þegar hún var ölvuð heima hjá sér.

Auglýsing

Fékk hún 30 daga vist á geðsjúkrahúsi og þarf hún að skrá sig inn fyrir 30. september næstkomandi.

Ef hún lýkur þeirri vist ekki þarf hún að fara í 120 daga fangelsi.

Auglýsing

Þegar þessi mánuður er liðinn verður Heather á skilorði og má ekki eiga nein vopn, lyf sem ekki eru uppáskrifuð eða drekka áfengi.

Heather reyndi að snúa blaðinu við eftir að hún var handtekin, en gekk ekki mjög vel. Hún var svipt sjálfræði í nóvember og átti að liggja inni í þrjá daga, en lá inni í tvær vikur.

Í janúar skildi hún við kærastann Chris Heisser þrátt fyrir að vera í meðferð og í maí á þessu ári fór hún aftur í meðferð.

Talsmaður Heather tjáði sig ekki um málið við Page Six.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!