KVENNABLAÐIÐ

Nýjar vítamínpillur gera fólki kleift að kúka glimmeri

Viltu láta klósettið skína? Þetta er ekkert grín…WeAreFeel fæðubótaefnakeðja frá Bretlandi, markaðssetur nú vítamín í takmörkuðu magni sem inniheldur glimmer. Hefur uppátækið vakið töluverða athygli fyrir óvenjulega auglýsingaherferð, en er talið að þetta sé í fyrsta sinn sem einhver reynir slíkt.

Auglýsing

Hægt er að fá 30 töflur á um 15 dali og inniheldur hver tafla vítamín og steinefni, s.s. A vítamín, D3, fólínsýru, zink og járn ásamt fullt af glimmeri. Glimmerið meltist ekki og þar af leiðandi mun klósettskálin glansa.

Auglýsing

„Gum arabica er efni sem unnið er úr acaciatrénu og er oft notað í matvæli. Samt sem áður meltir líkaminn það ekki að fullu þannig neytandinn fær tilætluð áhrif,“ stendur m.a. á vefsíðu WeAreFeel.

glimm glimglim

Vill fyrirtækið með þessu vekja athygli á hversu „skemmtilegt “ það er og blandar saman gamani og heilsu: „Við uppgötuðum ætilegt glimmer og við getum ekki beðið eftir að setja það í allar vörurnar okkar!“ segir Boris Hodakel, stofnandi WeAreFeel. „Það á ekki að vera leiðinlegt að lifa heilsusamlegu lífi, það á ekki að vera litlaust og glatað. Vonandi gerir glimmerklósett eitthvað fyrir fólk og ýtir á það að taka sinn daglega skammt af vítamínum.“

Vítamínin fóru í sölu í síðustu viku og eru einungis 50 box í boði. Auðvitað seldust þau upp eins og skot og ekki er vitað hvort hægt sé að fá þau á næstunni. Fólk sem keypti getur þó allavega sett myndir af glimmerkúk á samfélagsmiðla…

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!