KVENNABLAÐIÐ

George prins verður sex ára á morgun: Ábyrgur og sjálfstæður ungur maður 

Það eru nú sex ár síðan frumburður Kate og Williams fæddist þann 22. júlí 2013. Það verður stór afmælisveisla en George hefur beðið um lítið teiti í Anmer Hall, Norfolk, þar sem þau eyða megninu af sumarleyfinu. Hann hefur viljað hitta félagana úr skólanum en eins og allir vita er oft erfitt að stefna saman fólki vegna sumarleyfa á sumrin.

Auglýsing

„George elskar fólk,” segir heimildarmaður. „Hvort sem það er eitthvað sem hann hefur lært af föður sínum eða það er honum eðlilegt, þá telur hann mikilvægt að geta treyst fólki. Þegar þú elst upp umkringdur hirðmönnnum er maður fljótur að læra að ekki er öllum treystandi.”
George er talinn vita nákvæmlega hvað hann vill.

George og Charlotte, yngri systir hans
George og Charlotte, yngri systir hans
Auglýsing

„Þrátt fyrir að heimurinn sjái hann sem barn er George mjög sjálfum sér nógur,” segir heimildarmaðurinn sem sagður er hafa eytt miklum tíma með honum frá því hann fæddist. „Charlotte og Louis, yngri systkini hans, þurfa mikla athygli heima og George þarf að læra sjálfstæði. Jú, hann hefur verið verndaður, sem er eðlilegt fyrir barn í hans stöðu (þriðji frá krúnunni) en það er eins og hann sé forritaður til að vera ábyrgur.”

Þrátt fyrir að hann sé konungborinn er hann eins og flest önnur börn á þessum aldi: Leika við vini sína og borða pizzu!

„Miðað við forréttindin og ríkidæmið sem fyrir honum liggur eru sumir hissa á því að það skemmtilegasta sem George gerir er að eyða tíma með mömmu sinni, elda pizzu frá grunni og dunda sér í garðvinnu. Prinsinn af Wales, afi hans, hefur verið afar ánægður að sjá hversu hrifinn George er af náttúrunni og að vera utandyra.”