KVENNABLAÐIÐ

Katy Perry ásökuð um kynferðislegt ofbeldi: Girti niður um fyrirsætu í partýi

Karlkyns fyrirsætan og dansarinn Josh Kloss hefur nú ásakað Katy um að girða niður um hann í partýi í Hollywood til að allir gætu séð getnaðarlim hans. Segist hann hafa orðið gríðarlega „hvumsa” og skammast sín mjög.

Auglýsing

Josh lék elskhuga Katy í myndbandinu „Teenage Dream” árið 2010. Setti hann póst á Instagram þar sem hann lýsir þessum niðurlægjandi tilburðum stjörnunnar. Fyrst fannst honum Katy „svöl og vingjarnleg” en það breyttist fljótt. „Þegar aðrir voru nálægt var hún ísköld og sagði að það væri „ógeðslegt” að kyssa mig á meðan tökum stóð. Það var niðurlægjandi en ég gaf mig allan í þetta, þar sem að mín fyrrverandi var upptekin við að halda framhjá mér og dóttir mín var bara smábarn, ég vissi að ég myndi þurfa að þola þetta út af henni.”

Níu ár eru síðan myndbandið kom út og deildi Josh því myndum úr myndbandinu og sagði: „Eftir fyrsta tökudaginn bauð Katy mér á strippklúbb í Santa Barbara. Ég sagði nei og sagðist þurfa að fara á hótelið og hvíla mig því þessi vinna væri allt sem ég hefði núna.”

Auglýsing

Hitti hann svo Perry nokkrum sinnum eftir að hún hætti með Russell Brand árið 2011. Í eitt skiptið niðurlægði hún hann gersamlega: „Í þetta eina skipti tók ég vin með sem var að deyja, hann langaði svo að hitta hana. Þetta var afmælispartý Johnny Wujek á Moonlight Rollerway. Þegar við sáum hana og föðmuðumst var ég enn skotinn í henni. Þegar ég kynnti vin minn, dró hún Adidas buxurnar mínar og nærbuxurnar út eins mikið og hún gat til að sýna tveimur samkynhneigðum vinum sínum og fólkinu í kringum okkur tippið á mér. Getið þið ímyndað ykkur hversu ömurlegt og vandræðalegt þetta var?”

Katy hefur ekkert tjáð sig um málið en Josh vildi deila þessum skilaboðum til að sýna að menn geta verið fórnarlömb líka, sérstaklega valdamikilla kvenna: „Ég er bara að segja þetta núna því menningin er að reyna að sanna að valdamiklir karlmenn séu pervertar. Konur við völd eru alveg jafn ógeðslegar.”

Josh fékk aðeins 650 dali fyrir að leika í „Teenage Dream” myndbandinu og var varaður við að ræða hana ekki opinberlega.

Þrátt fyrir þetta sér Josh Katy sem „ótrúlegan leiðtoga” og hann fílar kraftmikla tónlist hennar.
Færslu Josh má sjá hér að neðan:


View this post on Instagram

You know. After I met Katy, we sang a worship song, “open the eyes of my heart” She was cool and kind. When other people were around she was cold as ice even called the act of kissing me “gross” to the entire set while filming. Now I was pretty embarrassed but kept giving my all, as my ex was busy cheating on me and my daughter was just a toddler, I knew I had to endure for her sake. After the first day of shooting, Katy invited me to a strip club in Santa Barbara. I declined and told her “I have to go back to hotel and rest, because this job is all I have right now” So I saw Katy a couple times after her break up with Russel. This one time I brought a friend who was dying to meet her. It was Johny Wujek’s birthday party at moonlight roller way. And when I saw her, we hugged and she was still my crush. But as I turned to introduce my friend, she pulled my Adidas sweats and underwear out as far as she could to show a couple of her guy friends and the crowd around us, my penis. Can you imagine how pathetic and embarrassed i felt? I just say this now because our culture is set on proving men of power are perverse. But females with power are just as disgusting. So for all her good she is an amazing leader, hers songs are mainly great empowering anthems. And that is it. I continued to watch her use clips of her music videos for her world tour and then her dvd, only highlighting one of her male co-stars, and it was me. I made around 650 in total off of teenage dream. I was lorded over by her reps, about not discussing a single thing about anything regarding Katy publicly. And a couple interviews they edited and answered for me. So, happy anniversary to one of the most confusing, assaulting, and belittling jobs I’ve ever done. Yay #teenagedream I was actually gonna play the song and sing it on ukele for the anniversary, but then as I was tuning I thought, fuck this, I’m not helping her bs image another second.

A post shared by Joshkloss (@iamjoshkloss) on