KVENNABLAÐIÐ

Matt Damon fær sér fjögur ný tattoo til heiðurs dætrum sínum

Leikarinn Matt Damon elskar dætur sínar! Hinn 48 ára faðir fór til tattoomeistara stjarnanna, Daniel Stone aka. Winter Stone og fékk sér fjögur ný húðflúr.

Auglýsing

Óskarsverðlaunaleikarinn fékk sér nöfn dætranna fjögurra, Alexia, Isabella, Gia og Stella – í fjórum línum á hægri öxl.

Eru þær þarna við hlið Lucy sem heiðrar konu hans til nærri 15 ára, Luciana Barroso.

Auglýsing

Stone hefur húðflúrað marga fræga, s.s. Chrissy Teigen og John Legend, sem eru einnig með nöfn barnanna sinna, Lady Gaga, Sophie Turner, Aeysha Curry og fleiri.

Þrátt fyrir að Matt sé með nærri „fullan handlegg“ fer hann sennilega ekki aftur. Hann gerði grín að Ben Affleck vini sínum þegar hann fékk sér risastórt fönix-tattoo á bakið og sagði þá: „Ég meina, það er ekki mitt að segja öðrum hvað það á að gera á bakið. Ég styð hann í sínu.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!