KVENNABLAÐIÐ

Aaron Carter hættur með kærustunni Linu Valentina

Söngvarinn Aaron Carter er að leita að ást…enn og aftur. Aaron (31) sem söng „I Want Candy“ hætti með kærustunni Linu Valentina í þessari viku og flutti hún út úr húsi þeirra á föstudag.

Auglýsing

„Lina og ég höfum ákveðið að fara í sitthvora áttina,“ segir Aaron í viðtali við Page Six laugardaginn 3. ágúst. „Ég var virkilega að vina að þetta myndi endast að eilífu. Við töluðum meira að segja um barneignir, en við gátum ekki komist yfir vandamál og vorum ekki sammála. Sambandið varð óheilbrigt. Ég er búinn að ganga í gegnum svo margt á síðustu árum og ég er að reyna að læra af mistökunum.“

Auglýsing

„Ég sé ekki eftir neinu, að hafa verið í sambandi með Linu og ég lærði heilmikið um mig sjálfan. Ég held að ákvörðunin hafi verið fullorðinsleg. Ég ætla að halda áfram að einbeita mér að tónlistinni, ferðalaginu og aðdáendum mínum. Vonandi er sálufélagi minn þarna úti einhversstaðar og ég hitti hana fljótt.“

Parið hafði verið saman síðan 2018 og tilkynnt það á samfélagsmiðlum að það ætti von á barni. Aaron sagði svo í desember að það hefði verið grín.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!