KVENNABLAÐIÐ

Chris Martin og Dakota Johnson byrjuð aftur saman!

Nú eru liðnir tveir mánuðir síðan fréttir þess efnis að leikkonan Dakota Johnson og söngvari Coldplay, Chris Martin, hafi hætt saman. Nú eru þau hinsvegar að reyna aftur og hljóta það að teljast gleðifréttir. Samkvæmt Us Weekly, hefur parið sést tvisvar saman opinberlega á tveimur dögum.

Auglýsing

Þann 31. júlí sást Chris í partýi þar sem tökulokum á nýjustu mynd Dakota, Covers, var fagnað.

dakkk

Næsta dag kom hann á frumsýningu The Peanut Butter Falcon þar sem hún leikur eitt aðalhlutverkið. 

Auglýsing

Þau áttu að hafa rifist um fjölskyldumál. Dakota er aðeins 29 ára en hún telur sig ekki tilbúna að eignast börn, samkvæmt The Sunday Express: „Þau voru að stefna í sitthvora áttina, þannig þau ákváðu að hætta þessu bara. En þau voru bæði svo niðurbrotin að þau ákváðu að reyna aftur. Þau vita vel hversu frábær þau eru saman.“

Hljómsveitarfélagar Chris vildu fá meiri tíma með honum og Dakota vildi reyna að eignast samband við Gwyneth, barnsmóður Chris: „Dakota er mjög alvara með Chris og vill búa með honum og umgangast krakkana hans, en hún veit það verður auðveldara ef Gwyneth er sammála ráðahagnum!“ sagði vinur parsins á sínum tíma.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!