KVENNABLAÐIÐ

Playboy fyrirsæta drakk vodka allan sólarhringinn

Fyrrum Playboy fyrirsæta hefur sagt frá baráttu sinni við ofneyslu áfengis og hvaða áhrif hún hafði á líf hennar. Jessica Landon segir frá því að hún hafi verið svo illa haldin af ofneyslu áfengis að líffæri hennar fóru að gefa sig eftir að hafa legið á sama staðnum í heilan mánuð, drekkandi vodka 24 tíma sólahringsins.

Fyrirsætan var ánetjuð áfengi um tvítugt og segist hafa orðið „24 tíma á dag vodkadrykkjumanneskja” um 26 ára aldur.

Jessica bjó í risherbergi hjá voni sínu en einn daginn datt hún niður tröppurnar, lenti á höfðinu og fékk risa kúlu á stærð við tennisbolta og mikla blæðingu inn á heila.

Auglýsing

Mánuði seinna fóru líffæri Jessicu að gefa sig og í heilan mánuð lá hún á sama stað, útötuð eigin saur og þvagið brenndi húð hennar.

u4

 

Jessica rekur þörfina til að deyfa sig til þess að hafa verið misnotuð af barnfóstru þegar hún var fimm ára. Nú er Jessica 37 ára og hefur verið edrú síðan 3. janúar 2014. Hún notar sögu sína til að vera öðrum víti til varnaðar og gefa öðrum von.

Sýran át í burtu húð hennar
Sýran át í burtu húð hennar

„Ég var „gardínubytta,”” segir hún, meinandi að hún drakk án þess að aðrir vissu. „Ég var það frá byrjun. Ég drakk sjaldan opinberlega eða í partýum og ef það gerðist, þá mjög laumulega. Áfengið var galdrameðal fyrir mig, það sem ég hafði leitað að og það eina sem gat leyst mig frá kvíðanum og skömminni sem ég fann hið innra.”

Auglýsing

u2

Jessica flutti frá Rancho Cucamonga í Kaliforníuríki til Los Angeles þegar hún var 19 ára til að elta drauminn. Hún sat fyrir í Playboy og Perfect 10, og lék í þáttum sem sýnir voru á Nickelodeon, NBC og Comedy Central.

„Það var samt alltaf einhver tómleiki í mér. Nú þegar ég horfi til baka sé ég að ég var að reyna að fylla þetta tóm með áfengi, ást, mat. Þú lifir bara einu sinni var mottóið mitt. Sem var meira bara réttlæting fyrir að hugsa ekki um sjálfa mig eða heilsuna. Þegar ég var mjög ung var ég misnotuð af barnfóstru minni sem leiddi til sektar og skammar. Ég (eins og mörg önnur börn) taldi að ég hefði gert eitthvað til að valda þessu og ég held að það hafi ýtt undir fíknina og sjálfseyðingarhvötina.”

Jessica í dag - að hjálpa öðrum er það besta sem hún veit!
Jessica í dag – að hjálpa öðrum er það besta sem hún veit!

„Þegar ég var 26 ára drakk ég allan sólarhringinn. Ég datt út um kvöldið, vaknaði skelfingu lostin, skalf óstjórnlega, þannig ég geymdi vodka í vatnsflösku næst rúminu mínu til að þamba ef ég svaf óvart of lengi og fór í fráhvörf var hún við hendina. Ég var ælandi blóði reglulega. Þetta var helvíti á jörð.“

u1

 

Ég lá á gólfinu og drakk næstum sjálfa mig til dauða. Ég gat ekki staðið upp til að fara á salernið. Ég var of veikburða og visnuð, þannig ég lá þarna í eigin saur og þvagi í meira en mánuð – allt á sama staðnum. Sýran í þvaginu ölli sárum á húðinni á mjöðmunum og rófubeini sem að lokum olli sýkingu. Ég var að deyja mjög hratt og varð mjög örvæntingarfull. Ég hringdi í minn fyrrverandi og bað um hjálp. Sem betur fer kom hann næsta morgun með sjúkraflutningamenn með sér.

Auglýsing
Með kærastanum í dag - orðin 37 ára gömul
Með kærastanum í dag – orðin 37 ára gömul

Jessica er afar þakklát fjölskyldu og vinum fyrir stuðninginn. Vill hún leggja sitt af mörkum til að berjast við fíkn: „Að hjálpa öðrum er afskaplega gefandi og þér finnst þú tilheyra – sem er gott fyrir sálina. Að deila sögum okkar með hvort öðru er heilandi og kraftmikið. Það er í raun blessun að hafa komist á botninn og upp aftur.“

„Alkóhól er alls staðar í kringum okkur en samt drepur það fleiri á ári en öll önnur eiturlyf. Fyrir mér er það félagsmenningarleg meinsemd. Það er auglýst og upphafið alls staðar…það ætti að banna það eða takmarka að minnsta kosti að mínu mati.”

__________________________

Við minnum á heimasíðu SÁA og AA, ef þú átt við eða þekkir einhvern sem á í vanda með áfengisneyslu

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!