KVENNABLAÐIÐ

Fyrrverandi hennar Gwen Stefani neitar að ógilda hjónaband þeirra

Söngparið Gwen Stefani og Blake Shelton þrá að ganga í það heilaga, en hennar fyrrverandi, Gavin Rossdale gerir þeim erfitt fyrir.

Fyrrum söngkona hljómsveitarinnar No Doubt biðlaði til Vatíkansins á dögnum til að ógilda 13 ára hjónaband hennar og Gavins þannig hún geti gengið að eiga Blake í kaþólsku kirkjunni.

Auglýsing
Gwen og Kingston
Gwen og Kingston

Gavin er hinsvegar ekki á þeim buxunum og neitar að gefa eftir: „Stærsta martröð Gwen er að verða að veruleika,” segir vinur hennar í viðtali við Radar og segir að Gavin „neiti að spila með.”

Gavin Rossdale
Gavin Rossdale

„Kaþólska kirkjan getur ekki lagt blessun sína yfir hjónaband eftir skilnað – nema að hjónabandið hafi ekki verið marktækt í fyrsta skiptið” segir vinurinn og bætir við að „Gavin þverneitar að segja að hjónaband þeirra hafi aldrei átt sér stað.”

Auglýsing

Þrátt fyrir þetta virtist Gwen vera að skemmta sér stórkostlega þar sem hún og Kingston, 13 ára sonur hennar, fylgdust með Blake á skemmtuninni Mid-State Fair í Paso Robles þann 21. júlí síðastliðinn.

gw2

Gwen stökk svo á svið og kom fram með unnustanum.

Þrátt fyrir að hún sé brosmild hefur hún áhyggjur af því að fá ekki giftingu í kaþólsku kirkjunni – hún er nefnilega mjög trúuð. Kántrísöngvarinn Blake er meira sama um kirkjubrúðkaup eður ei, hann er nefnilega ekki trúaður.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!