KVENNABLAÐIÐ

Lana Del Ray þráir ekkert heitar en að leika Priscillu Presley í kvikmynd um líf Elvisar

Auglýsing
„Lönu finnst hún vera fædd til að leika þetta hlutverk,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við E! „Hún hefur látið umboðsmanninn sinn hamast á Baz í marga mánuði núna, reynandi að fá hlutverk Priscillu.“
Lana (34) er mikill Elvis-aðdáandi og hún samdi meira að segja lagið „Elvis“ árið 2018 fyrir heimildarmyndina  The King.
 
Auglýsing
Mynd Luhrmanns sem ekki hefur enn hlotið nafn, fjallar um ferðalag Elvisar á toppinn, þ.m.t. hjónaband hans og Priscillu: „Lönu finnst hún vera mjög lík Priscillu og hefur ákveðið að hún og engin önnur eigi að leika hana.“
 
Mánudaginn 15. júlí ákvað Baz að velja Broadwaystjörnuna Austin Butler í hlutverk Elvisar. Tom Hanks mun leika umboðsmann Elvisar, Colonel Tom Parker.
Baz, sem leikstýrt hefur stórverkunum Moulin Rogue! og The Great Gatsby, er hikandi við að ráða Del Rey, sem hefur ekki öðlast neinn leikferil.
„Baz er stressaður því hún hefur ekki sannað að hún geti leikið, en draumur hennar er að slá í gegn á hvíta tjaldinu. Hún hamast í vinkonu sinni, Kristen Stewart og er að gera hana brjálaða, því hún vill fá ráðleggingar.“