KVENNABLAÐIÐ

Harry grátbiður Meghan um að fara í sálfræðimeðferð

Þau hafa einungis verið gift í rúmt ár, en það tekur á að lifa við konunglegar reglur í sambandi. Harry Bretaprins og Meghan Markle eru á ystu nöf hvað varðar ýmislegt og telur Harry það vænlegast að Meghan leiti sér hjálpar.

„Það er mikið álag í hjónabandinu að eignast sitt fyrsta barn. Svo er það rifrildið við Will og Kate, væntingar konungsfjölskyldunnar og allt annað. Harry er gersamlega að springa og það er ekki langt í að Meghan geri það líka,” segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

Eins og lesendur vita hefur Meghan ekki viljað lúta öllum reglum konungsfjölskyldunnar án mótmæla og hún gerir oft það sem henni sýnist.

 

„Meghan finnst að lög og reglur kóngafólksins séu ævafornar miðað við framsýnt fólk,” segir annar heimildarmaður um Meghan. „Harry og Meghan virða þessar hefðir en vilja fá frelsi til að vinna í sínum málum og koma þeim málum sem þeim liggur á hjarta á framfæri án þess að vera haldið aftur af þvingunum.”

Auglýsing

Fyrsta ár hjónabandsins hefur því verið mjög streitufullt fyrir þau öll – bæði hjónin og bresku konungsfjölskylduna.

Hertogahjónin af Cambridge og hertogahjónin af Sussex eru ekki í góðum málum hvað hvort annað varðar, en það var mjög greinilegt í skírn Archie. Þrátt fyrir að skírnin gengi vel vottaði ekki fyrir brosi hjá William og hann var mjög þvingaður á skírnarmyndinni með hendurnar klemmdar fyrir framan hann.

Kate sat í stól en virtist afar fjarlæg Meghan, brosti vandræðalega og sat stíf á stólnum sínum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!