KVENNABLAÐIÐ

Harry Bretaprins gefur í skyn að þau Meghan ætli að eignast annað barn!

Það gæti verið að Harry og Meghan ætli að fjölga mannkyninu enn frekar og gera Archie að stóra bróður. Í vikunni heimsóttu hertoginn og hertogaynjan af Sussex hermannafjölskyldur í Windsor, Berkshire. Var heimsóknin óvænt.

Auglýsing

Harry var sérstaklega spurður af foreldrum sem áttu fleiri börn hvort þau ætluðu að eignast fleiri börn, en Archie Harrison er fæddur í maí á þessu ári.

Auglýsing

Susie Stringfellow sagði við Forces Network að hún og annar hefðu svarað fullt af spurningum frá Harry: „Hann var mjög forvitinn að vita hvernig annað barnið gengi, því við eigum bæði eldri börn. Við vorum að reyna að hvetja hann til að eignast annað!“

Annar gestur talaði um erfiðleika þess að aðlagast fyrir fyrrverandi hermenn, en Harry er sjálfur uppgjafahermaður til tíu ára: „Það er ótrúlega erfitt. Ég ber mikla virðingu og aðdáun fyrir þeim sem þurfa að eiga við það,“ sagði prinsinn. „Ég get ímyndað mér hversu erfitt það er.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!