KVENNABLAÐIÐ

Kærasti Söndru Bullock heldur stöðugt sambandi við gamlar kærustur

Samband leikkonunnar Söndru Bullock og ljósmyndarans Bryan Randall er við suðupunkt þessa dagana, en sagt er að hann sé stöðugt í sambandi við gamlar kærustur.

Vinir leikkonunnar hafa af henni miklar áhyggjur þar sem fyrra samband hennar við Jesse James endaði með ósköpum en hann hélt margsinnis framhjá henni.

Auglýsing

Bryan (53) hefur verið mjög hrifinn af Söndru (54) og hreinlega „límdur við hana” í um fimm ár, samkvæmt vinum hennar. Nú hriktir í stoðunum þar sem í ljós hefur komið að ein fyrrverandi hefur verið í stöðugu sambandi við hann á tilteknum samfélagsmiðli.

Vinir Söndru komust svo að því að önnur hefur einnig verið í sambandi við hann á öðrum miðli.

„Hvernig geta hans fyrrverandi komist í samband við hann? Þær ættu að hafa verið „blokkaðar” fyrir löngu síðan!” segir einn vinurinn. „Það eru allir skíthræddir um að þetta eigi eftir að senda Söndru af brúninni.”

Sandra og Bryan
Sandra og Bryan

Eins og áður sagði fór fyrrum eiginmaðurinn Jesse James mjög illa með hana og hélt stöðugt framhjá. Nokkrum dögum eftir að Sandra fékk Óskarsverðlaun fyrir

The Blind Side var framhjáhaldið afhjúpað í fjölmiðlum.

„Eins og allir sem gengið hafa í gegnum áföll hefur Sandra aldrei jafnað sig á þessu. Þegar allar þessar konur komu fram og sögðust hafa sofið hjá honum brotnaði Sandra gersamlega. Nú hafa vinir hennar áhyggjur af því að þetta eigi eftir að gerast aftur.”

Sandra og Jesse gengu í það heilaga árið 2005 en fimm árum seinna kom bitur sannleikurinn í ljós. Hann hélt við a.m.k. fjórar konur svo vitað sé, m.a. eina sem var mjög húðflúraður strippari með hakakross nasista.

Jesse fór í meðferð, en hjónabandið var búið.

Auglýsing

Sandra sem á börnin Louis (9) og Lailu (7) fann hamingjuna á ný þegar hún fór að hitta Bryan árið 2015 en þau kynntust þegar hann tók myndir í afmæli sonar hennar.

Bryan hefur þó einhverjar beinagrindur í skápnum. Hann neytti eiturlyfja á árum áður og sinnir illa börnunum sínum, samkvæmt innanbúðarfólki. Hann var handtekinn undir áhrifum á bíl árið 1988. Hann hefur nú verið edrú í meira en áratug.

„Sandra er brjálæðislega ástfangin af Bryan. En vinir hennar hafa áhyggjur af því að hún verði særð á ný, sérstaklega ef hann fer frá henni fyrir aðra konu. Það eru engar sannanir þess efnis en þetta lítur ekki vel út og á eftir að ýfa upp gömul sár hjá Söndru.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!