KVENNABLAÐIÐ

Brotist var inn í hús Daniels Sturridge og hundinum hans var stolið

Fyrrum leikmaður Liverpool, Daniel Sturridge, lenti í ömurlegu atviki í dag, en ástkærum hundi hans af Pomeranian tegund var stolið í innbroti á heimili hans í Bandaríkjunum. Póstaði Daniel hjartnæmu myndbandi þar sem hann segist borga „hvað sem er“ til að fá Lucci aftur heim.

Auglýsing

lucci3

Sýnir myndbandið einnig brotna hurð þar sem þjófarnir komust inn á heimili hans í Los Angeles.

Auglýsing

Sturridge segir: „Einhver hefur brotist inn í húsið í LA og tekið hundinn minn. Hlustaðu, einhver sem veit hver braust inn í húsið, ég borga þér hvað sem er.“

lucci2


View this post on Instagram

Somebody stole my dog. I’ll pay anything. I want him back.

A post shared by Daniel Sturridge – Dstudge (@danielsturridge) on

Segist honum vera fúlasta alvara með þessu: „Ég vil vita hver tók hundinn minn!“ Sagði hann einnig að einhverjum pokum hefði verið stolið af efri hæðinni. Fótboltastjarnan segist borga 20-30 þúsund dollara hverjum þeim sem færði honum Lucci aftur.

lucci

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!