KVENNABLAÐIÐ

Justin Bieber „neitar að hætta að hafa samband” við Selenu Gomez

Hailey Baldwin, eiginkona Justins Bieber, er orðin örmagna því hún ræður ekkert við ástandið á Justin. Hann hefur sagt og „þverneitað” að hætta að hafa samband við sína fyrrverandi, Selenu Gomez, þrátt fyrir að hann sé nú giftur maður.

Auglýsing

Selena (26) fór í geðmeðferðir eftir að Bieber gekk í hjónaband [í nóvember 2018] og hefur náð góðum árangri, ásamt því að vinna í nýrri mynd, The Dead Don’t Die.

Í maí á þessu ári játaði Justin að hann hefði leitað sér meðferðar vegna þunglyndis og ofnotkunar Xanax, sem er kvíðalyf.

Er sagt að hann hafi viljað „sannfæra Selenu um að hann sé að ganga í gegnum það sama og hún og þessvegna þurfi hann ráð hjá henni.”

Auglýsing

Eftir að hafa séð Selenu koma til baka og ganga vel fannst Justin „hann knúinn til að láta hana vita hvað hún liti vel út og hann samgleddist henni að henni væri að ganga svo vel,” segir nafnlaus heimildarmaður við Radar.

„Nú er tímabært að hætta,” segir heimildarmaðurinn. „Justin er kvæntur og það er tími til að sleppa þessu.”

Justin og Selena voru að byrja og hætta saman í um áratug áður en þau hættu saman alveg í maí 2018. Sex mánuðum seinna var hann giftur Hailey. Þau eru formlega gengin í hjónaband en hafa ekki haldið brúðkaupsveislu og hafa ekki samið heit til hvors annars, því þau fresta því stöðugt.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!