KVENNABLAÐIÐ

Minningarathöfn verður haldin um son Tinu Turner sem tók eigið líf – Tina ætlar ekki að mæta

Craig Turner, sonur söngdívunnar Tinu Turner, framdi sjálfsvíg fyrir ári síðan, þann 3. júlí 2018. Notaði hann byssu við verknaðinn í þriggja herbergja íbúð sinni í Studio City í Kaliforníuríki.

Lögreglan lagði hald á þrjú handskrifuð sjálfsvígsbréf á eldhúsborðinu daginn sem hann fannst.

Auglýsing

Þann 4. júlí munu ættingjar og vinir hafa minningarathöfn og tendra kerti honum til heiðurs: „Craig elskaði 4. Júlí [þjóðhátíðardagur BNA] og grillaði alltaf fyrir vini sína,” segir fjölskylduvinur í viðtali við Radar. „Hann og vinir hans, bróðir hans Ronnie og kona hans Afida Turner ætla að halda þessari hefð gangandi.”

Þau ætla að tendra kerti og fá sér kokteila.

Auglýsing

Mágkona Craigs, Afida, fann lík Craigs í fyrra. Hún fór heim til hans til að athuga með hann en hann hafði átt í fjárhagsvanda sem og drakk mikið. Hann var nýfarinn aftur að drekka.

Samkvæmt vinum hans var Craig „ólíkur sjálfum sér” nokkrum dögum fyrir sjálfsvígið.

Þau Tina voru í litlu sambandi og var Craig mjög einmana: „Fjölskyldan heyrir aldrei frá Tinu og hann saknaði hennar mjög.”
tina hefur búið í mörg ár í Sviss með eiginmanni sínum Erwin Bach. Samkvæmt fjölskyldunni missti Tina oft af hátíðsdögum og Craig eyddi þeim með bróður sínum og konu hans.

„Tina verður ekki viðstödd minningarathöfnina,” segir vinurinn. „Hún hefur ekki fagnað neinu með þeim í meira en 20 ár.”

Ronnie og Afida eru enn „í sjokki” eftir að hafa komið að Craig: „Þetta var mjög, mjög, mjög ljót aðkoma. Staðreyndin að Craig er ekki hér í dag er þeim mjög erfitt. Hann var góður maður.”

Í febrúar á þessu ári seldi Tina íbúðina þar sem Craig fannst.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!