KVENNABLAÐIÐ

Lögreglan á Suðurnesjum mældi ótrúlegt áfengismagn í ökumanni

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði mann í vikunni eftir að tilkynnt var um rásandi aksturslag bifreiðar. Vakthafandi lögreglumenn, sem margir eru afar reyndir höfðu aldrei séð eins háa tölu á áfengismælinum og segja að vonandi sjái þeir aldrei svona háa tölu aftur.
Meðfylgjandi er tilkynning lögreglu:
 
Auglýsing

Tilkynnt var um rásandi aksturslag bifreiðar um hádegibilið fyrr í vikunni og fylgdi tilkynningunni skráningarnúmer ökutækisins. Skömmu síðar stöðvuðu vaskir lögreglumenn för þessarar bifreiðar og höfðu tal af ökumanni. Ljóst var strax að ökumaður var alls ekki í standi til að aka bifreið og í raun var hann ekki í standi til að vera á fótum. Honum var kynnt að hann væri handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var hann beðinn um að blása í áfengismæli og má sjá útkomuna á meðfylgjandi ljósmynd. Vakthafandi lögreglumenn, sem nokkrir eiga tugi ára að baki í lögreglu, höfðu aldrei séð aðra eins tölu á áfengismælinum og vonandi sjáum við aldrei aftur svona tölu. Ökumaður þessi á von á ansi langri ökuleyfissviptingu og svimandi hárri sekt.

Auglýsing

Þess má geta að lögleg mörk eru 0,5% prómill. 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!