KVENNABLAÐIÐ

Eistnaflug 2019: Rokk í Egilsbúð á ný!

Ein stærsta rokkhátíð landsins, Eistnaflug fagnar 15 ára afmæli sínu í ár! Eins og flestir vita leggur tónlistarhátíðin aðaláherslu á þungarokk. Hún er haldin árlega á Neskaupstað aðra helgina í júlí og í ár verður hún frá 10. – 13. júlí. Hátíðin er haldin inni, jafn langt frá Reykjavík og hægt er að komast án þess að fara úr landi. Síðan 2005 hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg og er orðinn að fjögurra daga tónlistarhátíð, þar sem metal-, harðkjarna-, pönk-, rokk- og indí-bönd deila saman sviði.

biggi eistnafl
Birgir Axelsson

Nýungar í ár teljast til þess að hátíðin flytur aftur á „gamla staðinn” þ.e. Egilsbúð í stað þess að vera haldin í íþróttahúsinu og luftgítarkeppni verður haldin þar sem vinningshafinn fer til Finnlands að keppa á alþjóðlegum vettvangi. Í viðtali við Birgi Axelsson, einn eiganda og aðstandanda hátíðarinnar kemur ýmislegt spennandi fram um hátíðina Eistnaflug:

„Í kringum 50 hljómsveitir og listamenn koma fram á hátíðinni og eru þeir frá nokkrum löndum og spila á tveimur sviðum í Egilsbúð. Af íslensku böndunum má nefna Sólstafi sem hafa verið með frá upphafi og eiga stóran þátt í að gera hátíðina að því sem hún er í dag, eins er mjög ánægjulegt að fá Brain Police aftur á hátíðina sem er eitt albesta tónleikaband sem komið hefur fram á Íslandi! Dimma og Auðn koma einnig fram og svo mætti lengi telja.“

Brain Police
Brain Police


„Stærstu erlendu böndin fjögur sem koma fram eru Graveyard, sem er sænskt rokkband sem spilað hefur út um allan heim, Hate og Primordeal, írskt rokkband sem stofnað var árið 1987 og spilar extreme metal.“

Páll Óskar er eitt aðalnúmerið á hátíðinni
Páll Óskar er eitt aðalnúmerið á hátíðinni. Það er alltaf svaðalegt lokapartý á laugardagskvöldinu, lokakvöldi hátíðarinnar og verður lengi í manna minnum! Eftir að Palli er búinn að trylla lýðinn munu DJ Farenheit og Big Bad Mama loka hátíðinni.

Luftgítarkeppni verður haldin í fyrsta sinn í sögu landsins og mun sá sem vinnur keppnina keppa í Finnlandi á Air Guitar World Championships sem haldin verður í Olulu, þann 21.-23. ágúst 2019! Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni geta sent póst á luftgitar@eistnaflug.is

Viðburðir

Listgjörningurinn Landscape of Hope mun koma fram og heldur hann workshop, ein þeir einbeita sér að margmiðlunarverkefnum ungs fólks. Margt fleira spennandi verður í boði, s.s. Stelpur rokka, bjórjóga og rokkjóga.

Myndband frá Landscape of Hope:

 

Stelpur Rokka! Austurland kemur á Neskaupsstað yfir Eistnaflug og heldur litlar rokkbúðir 9.-11.júlí, fyrir 12-16 ára. Búðirnar samanstanda af skemmtilegri dagskrá þar sem farið er í hljóðfærasmiðjur, allskonar vinnusmiðjur og leiki. Síðast en ekki síst semja þátttakendur tónverk saman í hljómsveit, sem þeir flytja á lokatónleikum fyrir fjölskyldu og vini síðasta daginn. Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg til að taka þátt.
Ekkert skráningargjald er á rokkbúðirnar, þær eru í boði Eistnaflugs.

Í rokkjóga verður róleg rokktónlist spiluð á meðan þátttakendur gera jóga. Þetta er fyrir alla og engin sérstök reynsla er nauðsynleg. Þátttakendur munu ná góðum teygjum sem hjálpa til eftir stífar dýnur og rokk fram á nótt.

einstan beer yoga

Í bjórjóga þarftu að halda tignarlega á bjór meðan þú gerir æfingar! Jógakennarinn sýnir þér hvenær þú mátt fá þér sopa og hann mun bragðast betur en nokkru sinni fyrr. Allir eru velkomnir!

Ekki vera fáviti og boðskapur hátíðarinnar

Þegar Birgir er beðinn um að lýsa hátíðinni segir hann: „Eistnaflug er hátíð ástar, friðar og góðrar tónlistar.”
Fyrsta Eistnaflugshátíðin voru tónleikar sem Stefán Magnússon hélt í Egilsbúð með vinum sínum. Gengu tónleikarnir svo vel að ákveðið var að gera þetta að árlegum viðburði. Birgir segir: „Þetta árið er farið „Back to basics” sem þýðir að hátíðin í ár svipar meira til Eistnaflugs árið 2008 en árið 2018. Við förum aftur í Egilsbúð og minnkum umgjörð hátíðarinnar aftur í svipað horf og var fyrir nokkrum árum.”

eist onn

 

„Hátíðin er 15 ára í dag og frá fyrstu hátíð hefur hún stækkað og skipað meiri sess í tónlistarsögu Íslendinga. Lengi vel var hún aðal – og eini vettvangurinn sem gerði þungu rokki, blackmetal og öðrum harðari senum hátt undir höfði.

Metfjölda var náð árið 2016, en þá sóttu 2000 manns hátíðina. Síðustu tvö skipti hefur aðeins dregið úr fjölda þeirra sem koma og í ár væri frábært ef fleiri myndu mæta til viðbótar og fagna með okkur þessum tímamótum aftur í Egilsbúð þar sem hátíðin hófst í fyrstu!

Eftir síðustu hátíð var ákveðið að flytja aftur á gamla staðinn þar sem ljóst var að ekki væri ráðlegt að ráðast í þann kostnað sem fylgir því að vera í íþróttahúsinu og eins vegna fjölda áskoranna að flytja aftur á gamla staðinn.“

eistnaflug poster 2019

„Hátíðin hefur hlotið tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna, Eyrarósina árið 2017 og tilnefninu til hvatningarverðlauna ÖBÍ fyrir stuðning sinn við hin ýmsu málefni sem tengjast m.a. þunglyndi, einelti og fleiri málum. Haldnir eru AA fundir á meðan hátíðinni stendur, jóga og ýmislegt fleira er tengist andlegri og líkamlegri heilsu.

Hátíðin hefur öll þessi ár farið að mestu leyti mjög vel fram, reyndar svo vel að það er umtalað! Bæjaryfirvöld, íbúar og fyrirtæki tala vel um samstarfið. Það er nefnilega bannað að vera fáviti á Eistnaflugi.

Nú að sjálfsögðu vonumst við til að veðrið verði gott, milt og vonandi sólríkt eins og oft hefur verið hér fyrir austan og eins bara um allt land, því hluti hátíðarinnar er ferðalagið, hvort sem farið er á bíl, mótorhjóli eða flugi er um að gera að njóta þess að ferðast, skemmta sér og enda partýið heil heima með fullt af góðum minningum!“

Segðu okkur frá “Ekki vera fáviti” og hvernig slíkt er höndlað

˜
Á hátíðinni 2018 vorum við með skammarkrók við innganginn með yfirskriftinni: „Ég var næstum því fáviti,” þar fengu þeir að sitja sem áttu til dæmis erfitt með að hafa stjórn á skapi sínu. Þá varstu settur í „time-out.“
Þar sem það er bannað að vera fáviti á Eistnaflugi þá eru ýmis ráð sem við notum til að halda friðinn. Við erum með Kærleikssveit sem sér um að deila út knúsum til þeirra sem þurfa, og almennt dreifa ást og hamingju um svæðið.
Þar sem þetta slagorð hefur verið notað á 15 hátíðum núna þá vita flestir sem koma á Eistnaflug að þetta er hátíð ástar og friðar. Ef einhverjum líður illa þá er honum boðið knús, ef einhver dettur þá er honum hjálpað upp og allar manneskjur eiga skilið vináttu og fá að vera þeir sjálfir.

Hatari hefur spilað þrisvar á Eistnaflugi
Hatari hefur spilað þrisvar á Eistnaflugi

Birgir segir einnig að stjórnendur hátíðarinnar séu afar þakklátir öllum þeim sjálfboðaliðum sem hjálpa til á ári hverju: „Án þeirra væri hátíðin ekki möguleg.”

 

Hljómsveitir sem koma fram:

HATE [PL], Primordial [IE], Graveyard [SE]

Sólstafir [IS], DIMMA [IS], Brain Police [IS], Páll Óskar [IS], The Vintage Caravan [IS], Auðn [IS], Une Misère [IS]

Aaru [IS], Alchemia [IS], Alcoholia [IS], Aragrúi [IS], Bardspec [NO], Blóðmör [IS], Bruðl [IS], CXVIII [IS], DDT Skordýraeitur [IS], Devine Defilement [IS], Dynfari [IS], Ekkert [IS], Elli Grill [IS], Golden Core [NO], Great Grief [IS], GRIT TEETH [IS], Landscape of Hope [CA], Meistarar dauðans [IS], The Moronic [IS], Morpholith [IS], Nexion[IS], Nyrst [IS], Ottoman [IS], Paladin [IS], Saktmóðigur [IS], Sárasótt [IS], Tuð [IS], Úlfúð [IS], Vicky [IS], Volcanova [IS], While My City Burns [IS], xGADDAVÍRx [IS].

 

Tenglar

Hér er hægt að kaupa miða á hátíðina, á TIX.is

Eistnaflug.is 

Facebook 

Instagram

Twitter

„Line-up“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!