KVENNABLAÐIÐ

Léttasti eftirréttur heims vegur aðeins eitt gramm!

Listamenn í stúdíói Bompass & Parr tóku höndum saman við vísindamenn á tilraunastofu Aerogelex í Þýskalandi til að færa léttasta efnið í ætan eftirrétt. Aerogel var fundið upp árið 1931 af armeníska efnafræðingnum Samuel Kistler. Hafði hann veðjað við kollega sinn Charles Learned hvor gæti sett loft í gel í stað vatns án minnkunar. Með lofti er innihaldið 95% – 99.8% loft, þannig það er léttasta efni í heimi.

Auglýsing

Þetta var notað til að skapa þennan léttasta eftirrétt í heimi.

Aerogel er notað í ýmis efni en í þessu einbeittu Bompas & Parr sér að albuminoids kornóttu próteinunum í eggjahvítum. Þeir ætluðu að búa til marengs en fóru aðra leið. Þeir bjuggu til hydrogel úr eggjahvítu sem sett var í form áður en það var sett í kalsíumklóríð og vatn.

Auglýsing

Fljótandi koltvísíringur var síðan settur í stað vökvans. Gasið er svo fjarlægt sem þýðir að aðeins er beinagrindin eftir af upprunalega gelinu. Þannig er eftirrétturinn búinn til og er hann 96% loft og vegur aðeins eitt gramm.

Eftirrétturinn var borinn á borð í Dhahran í Saudi-Arabíu á matarhátíð þann 10.-26. október 2019.

Hann getur ekki verið bragðmikill, en finna hvernig loftið gufar upp í munninum hlýtur að vera magnað!

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!