KVENNABLAÐIÐ

Faðir Eminem er látinn

Faðir rapparans Eminem lést í vikunni. Þeir höfðu ekki talast við í mörg ár, en ein af hans síðustu óskum var að gera upp málin við son sinn.

Marshall Bruce Mathers var í hjólastól sína síðustu daga og lést af völdum hjartaáfalls aðeins 67 ára að aldi í Fort Wayne, Indíanaríki.  Hann hafði lengi glímt við heilsufarsvandamál.

Auglýsing

Fjölskylduvinurinn Pam Innis sagði í viðtali við Radar að ein af hans stærstu áhyggjum var að semja ekki frið við son sinn Eminem (46).

emmm

Auglýsing

Marshall yfirgaf konu sína, Debbie og soninn Eminem þegar hann var bara barn. Þau tvö voru aldrei í neinu sambandi og Eminem talaði oft illa um hann í lagatextum sínum. Önnur systkini hans höfðu sömu sögu að segja – Marshall var ekki í sambandi við neitt þeirra, hann yfirgaf þau öll.

Á síðustu árum lífs síns bjó Marshall ásamt sambýliskonu sinni til 20 ára, Teresu Harbin , í hrörlegu húsi í Fort Wayne. Hún sá um hann þar til hann lést.

Pam segir Teresu vera mjög dapra vegna fráfalls hans, en hún vildi aldrei ganga í það heilaga með honum. Hún hætti þó að vinna til að geta séð um hann.

Í viðtali frá maí 2018 sagði fjölskylduvinur við Radar að Bruce væri mjög heilsuveill og það færi illa í hann þegar Eminem tali um hann í lögunum sínum: „Fólk gerir mistök.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!