KVENNABLAÐIÐ

Sofia Richie ekki velkomin í sumarfrí með Kourtney Kardashian og Scott Disick

Kærustu Scott Disick, barnsföður Kourtney Kardashian, hinnar tvítugu Sofiu Richie var ekki boðið með til Costa Rica, en þau eru þar í sumarfríi núna. „Sofia er alveg að brotna undan álagi,” segir vinur hennar í viðtali við Radar. „Scott hreinlega sagði henni að hún væri ekki velkomin með í þessa ferð.”

Auglýsing

Hann heldur áfra: „Sofia veit alveg að Scott elskar hana og það er ekki málið. Málið er að hún trúir, og hefur alltaf trúað, að hann sé enn ástfanginn af Kourtney.”

Kourtney (40), Scott (36) og börnin Mason (9), Penelope (6) og Reign (4) fóru saman í vikunni til Costa Rica. Kim og North (6), Saint (3) og Chicago (1) eru einnig ásamt Kanye.

Auglýsing

Sofia hefur sést í New York borg þar sem sagt er að hún sé að vinna.

Í nýjum þætti af KUWTK segir Kris Jenner að hún trúi að Kourtney sé enn ástfangin af Scott og hún heldur að þau eigi eftir að verða saman á ný.

Sofia var víst „skelfingu lostin” að sjá og heyra það sem Kris og systurnar höfðu að segja um málið.

„Hún veit núna hvernig Kardashian fjölskyldunni líður gagnvart henni eftir að hafa séð þáttinn,” segir vinurinn. „Allan tímann var Sofia að halda í vonina að þau væru algerlega komin yfir hvort annað og væru bara að ala upp börnin saman. Nú þar sem Kourtney er einhleyp telur Sofia að hún hafi verið „rebound.” (að jafna sig með manneskju eftir alvöru ástarsamband). Í fyrsta skipti heldur Sofia að Kourtney sé að reyna að stela Scott af henni.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!