KVENNABLAÐIÐ

Reiðir mávar héldu eldri hjónum í gíslingu í sex daga

Eldri hjón í Bretlandi segja farir sínar ekki sléttar af samskiptum við máva í hreiðurgerð, en þau segja að mávarnir hafi varnað þeim útgöngu af heimili þeirra í næstum því viku. Í hvert skipti sem þau reyndu að fara af heimilinu réðust mávarnir á þau.

Auglýsing

Roy og Brenda Pickard búa í Lancasterskíri. Hljómar saga þeirra eins og eitthvað sem gerðist í kvikmyndinni Birds eftir Alfred Hitchcock. Silfurmáfar héldu þeim inni á heimili sínu en þeir voru í hreiðurgerð á þaki hússins. Ungar komust úr hreiðrinu og lentu í garðskála beint fyrir ofan útidyrahurðina. Í hvert skipti sem Roy opnaði útidyrahurðina réðst reitt mávapar á hann. Í eitt skipti ákvað hann að taka sénsinn og fara út, en hinn 71 árs húseigandi var goggaður svo fast í höfuðið að hann þurfti að fara á sjúkrahús til aðhlynningar.

Auglýsing

Lögreglan hefur nú sett garðskála fyrir framan húsið sem veitir einhverja vörn, en það er allt sem þeir geta gert.

gisl

„Þetta hefur allt verið skelfilegt,” segir Roy við fjölmiðla. „Ég hef ekki komist út um hurðina. Ef ég reyni það koma tveir fullorðnir fuglar og ég á ekki séns. Þetta er mjög ógnvekjandi. Konan mín er veik og kemst ekki langt þannig við þurfum að treysta á mig til að fara út.”

Bílskúr hjónanna er inni í húsinu þannig Roy kemst út í bíl og út á götu, en hann þorir ekki að fara út úr bílnum fyrir utan húsið, þannig hún er opin þar til hann snýr aftur til baka.

Roy hefur lagt fram kvörtun til yfirvalda og dýraverndunarsamtaka en enginn hefur lagt fram lausn sem dugar.

Silfurmávarnir eru verndaðir samkvæmt lögum þegar þeir eru við hreiðurgerð þannig ekkert annað er hægt að gera í stöðunni. Hjónin verða bara að bíða þar til ungarnir fara úr hreiðrinu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!