KVENNABLAÐIÐ

Höfundur þáttanna The Bachelor ásakaður um að ganga í skrokk á óléttri eiginkonu sinni því hún neitaði að fara í fóstureyðingu

Mike Fleiss, höfundur þáttanna um piparsveininn, eða The Bachelor, er á kafi í drama í eigin lífi eftir að eiginkona hans, fyrrum Miss America, Laura Kaeppeler, ásakaði hann um að ráðast grimmdarlega á hana. Gerðist atvikið á heimili þeirra í Hawaii, en Mike reyndi að skipa henni að eyða fóstri sem hún gekk með.

Auglýsing

'Bachelor' Creator Mike Fleiss Accused of Attacking and Injuring Pregnant Wife After Demanding Abortion

Samkvæmt dómsskjölum sem The Blast hefur undir höndum, sótti Laura um bráðabirgðanálgunarbann á hendur Mike og var það þann 4 júlí síðastliðinn: „Við vorum í húsinu okkar á Kauai þegar Mike skipaði mér að fara í fóstureyðingu. Ben sonur okkar var í húsinu, hann sat í herbergi nálægt. Mike sagði við mig: „Ef þú ferð í fóstureyðingu getum við haldið áfram lífi okkar eins og áður.”

Auglýsing
Laura var komin 10 vikur á leið með barn þeirra hjóna. Hefur hún lagt fram myndefni sem sýnir árásins.

'Bachelor' Creator Mike Fleiss Accused of Attacking and Injuring Pregnant Wife After Demanding Abortion

Mike hefur ekki látið sitt eftir liggja og segir að það hafi verið í raun hún sem réðist á hann, ekki öfugt. Hann segir einnig að hún hafi látið sig hverfa með son þeirra.

'Bachelor' Creator Mike Fleiss Accused of Attacking and Injuring Pregnant Wife After Demanding Abortion

Samkvæmt dómsskjölum byrjuðu illdeilurnar í kringum feðradaginn þegar Laura sagði honu að hún væri ólétt að öðru barni. Fleiss heldur því fram að þau hafi ekki ætlað að eignast annað barn og hún hefði sagst vera að nota getnaðarvarnir. Þegar hann spurði hana sagði hún að þær væru ekki 100% öruggar.

'Bachelor' Creator Mike Fleiss Accused of Attacking and Injuring Pregnant Wife After Demanding Abortion

Mike Fleiss segir að hann hafi komist að því þann 3. Júlí að hún hafi verið að ljúga að honum – hún hafi aldrei verið á neinni getnaðarvörn. Þegar hann komst að því taldi hann að hún væri að segja honum ósatt hvað fleira varðaði. Óskaði hann því eftir að sjá símann hennar, en hún neitaði. Þetta, segir hann, leiddi til átaka þeirra.

Laura segir: „Mike hefur oft beitt mig andlegu ofbeldi í hjónabandinu, en undanfarnar vikur hefur hann orðið alveg brjálaður vegna þess að ég er ólétt að öðru barninu okkar.”

„Mike sagði mér oftsinnis að hann vildi ekki annað barn. Hann sagði mér í gegnum hjónabandið og fyrir það að af því að ég væri 26 ára þegar við giftumst, vissi ég að mig langaði í fjölskyldu. Mike er 55 og langaði ekki í fleira en eitt barn.”

'Bachelor' Creator Mike Fleiss Accused of Attacking and Injuring Pregnant Wife After Demanding Abortion

Þegar Mike réðist á hana sagði hann við skýrslutöku: „Ég hafði áhyggjur af því að það væri fleira sem hún væri að fela fyrir mér, s.s. samband við annan mann. Ég vildi vera viss um að hún væri ekki að halda framhjá og barnið sem hún gengur með sé mitt.”

'Bachelor' Creator Mike Fleiss Accused of Attacking and Injuring Pregnant Wife After Demanding Abortion

Laura vildi ekki láta hann fá símann þannig hann tók hann. Þá segir hann: „Hún réðist samstundis á mig.” Mike segist hafa flúið heimilið en Laura var að „lemja mig með hnefunum, hoppandi á bakið á mér til að reyna að fá símann.”

Á myndbandinu sést Mike flýja heimilið og hann segir: „Laura elti mig, hélt áfram að ráðast á mig.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!