KVENNABLAÐIÐ

Meghan Markle endurhannaði trúlofunarhringinn sinn og bætti við fleiri demöntum

Hertogaynjan af Sussex virðist hafa bætt við demöntum í hringinn sem Harry Bretaprins gaf henni og er hann enn glæsilegri en áður.

Hertoginn bar upp spurninguna við Meghan árið 2017 með gullfallegum hring sem var með tveimur demöntum frá móður sinni heitinni, Díönu, og einum frá Botswana þar sem hann hefur oft starfað við góðgerðarmál.

Auglýsing

gift2ee

Nýjustu myndir sýna að hringurinn hefur nú breyst mjög. Í stað einfalds gullhrings sést að steinarnir sitja á þynnra bandi og eru fleiri.

Auglýsing

Talið er að hún hafi látið breyta honum þegar hún gekk með Archie, en þá sást hún ekki með hringinn í nokkur skipti.

Meghan gengur með trúlofunarhringinn við hlið giftingarhringsins, sem hannaður er úr welsku gulli sem er hefðbundið fyrir konur úr konungsfjölskyldunni. Er nýi hringurinn talinn vera brúðkaupsafmælisgjöf frá Harry.

Meghan er ekki eina konan í fjölskyldunni sem hefur gert eitthvað svipað. Kate og camilla hafa báðar breytt skartgripum til að gera þá nútímalegri.

gift kate

Kate sést oft með safíreyrnalokka. Þeir voru í eigu Díönu en William prins gaf henni þá árið 2012. Þeir voru hnappar í eyrunum en hún lét breyta þeim þannig þeir eru hangandi núna.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!