KVENNABLAÐIÐ

Gínur Fenty línu Rihönnu hafa þrýstnar línur

Gínurnar sem notaðar eru fyrir Fenty línuna hennar Rihönnu eru afar þrýstnar og flottar. Þær hafa fengið góðar viðtökur, enda eru fötin í Fenty í stærð XS til XXXL.

Auglýsing

Fylgir Rihanna í fótstpot Nike sem hefur notað óvenjulegar gínur að undanförnu.

Aðdáendur hafa verið almennt ánægðir. Einn Twitter notandi skrifaði: „Þessi gína hefur líkaman eins og minn♥️“

Annar sagði: „Ég held…ég líti út eins og Fenty gína???“

Auglýsing

Margir bentu einnig á að þetta væri eins og „raunverulegar“ konur liti út. Að Rihanna hafi fjarlægt þessa líkamsímyndarstaðla, að konur „eigi“ að líta einhvernveginn út og gínur séu alltaf í minnstu stærðum.

Rihanna er þekkt fyrir að fagna fjölbreytileikanum. Snyrtivörulínan hennar hefur yfir 40 tóna af farða og hefur hún verið svo vinsæl að hún er orðin ein ríkasta kona í heimi í kjölfarið.

Savage x Fenty er undirfatalínan og er með stærðir sem þekkjast varla – brjóstahaldararnir koma í stærð 46DDD og nærbuxurnar er hægt að fá í 3XL.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!