KVENNABLAÐIÐ

Rihanna er efnaðasta tónlistarkona heims

Fjármálasnillingurinn Rihanna hefur mörg járn í eldinum og er það að borga sig svo um munar. Hún er ekki bara söngkona, heldur einnig leikkona, viðskiptasnillingur og fatahönnuður. Hún er 31 árs gömul og er nú skjalfest hæst launaða konan í tónlistarbransanum þessa dagana.

Auglýsing

Á Forbes‘ listanum er Rihanna 600 milljón dala virði. Stór hluti fésins kemur frá Fenty línunni, sem samanstendur af förðunarvörum og nú fatnaði, en hún er í samstarfi við lúxusfyrirtækið LVMH, hvað báðar línurnar varðar. HÉR má lesa nánar um það. Rihanna sagði um áframhaldandi samstarfið: „Þau framlengdu tilboðið og ég var ekki lengi að hugsa mig um því LVMH er alger maskína.“

Auglýsing

Rihanna er því ríkari en margar stöllur hennar, Madonna er í öðru sæti með 570 milljón dala, Celine Dion (450 milljón) Beyonce (400 milljón) og Taylor Swift (360 milljón) en þessar eru ríkastar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!