KVENNABLAÐIÐ

Maður sem hafði samræði við 11 ára stúlku sleppur við fangelsi því hún „tældi hann”

18 ára maður sem hafði samræði við 11 ára stúlku slapp við fangelsisvist eftir að lögfræðingur hans sagði við dómarann að hún hefði tælt hann.

Auglýsing

Joseph Meili sem nú er 22 ára gamall og grunnskólanemandinn hittust á stefnumótasíðu þar sem hún sagðist vera 18 ára. Gerðist þetta í Missouri í Bandaríkjunum.

Þau hittust í júlí 2017 og áttu „náin kynferðisleg kynni.” Meðan þau hittust tilkynntu foreldrar hana týnda og var leitað að henni. Hún kom síðan síðar heim, um kvöldið, til að pakka niður samkvæmt dómsskjölum.

Auglýsing

Hún sagði yfirvöldum frá kynnum sínum við Joseph. Síðar reyndist hún vera með klamidíu, sem leiddi til þess að lögreglan gat tengt hann við aðra kynferðisglæpi. Voru þeir m.a. mannrán, sódómska og nauðgun. Gat lögfræðingurinn samið um refsinguna.

Játaði Joseph að hafa átt samræði við barn undir aldri og sagðist sekur um barnaníð af þriðju gráðu.

Lögfræðingurinn hans, Scott Pierson, sagði að stúlkan hefði sagt Joseph að hún væri 18 ára og honum hefði liðið „skelfilega” þegar hann áttaði sig á raunverulegum aldri hennar.

Lagði lögfræðingurinn mikla áherslu á að hún hefði tælt hann, hún hefði látið hann trúa því að hún væri þetta gömul.

Joseph fékk fimm ára skilorð, þrátt fyrir að ríkið hafi beðið um að hann hefði farið í 120 daga prógramm til að vinna í kynferðismálum.

Hann verður skráður kynferðisafbrotamaður sem hluti af játningarkaupnum, en verður afskráður standist hann þessi fimm ár á skilorði án þess að brjóta af sér.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!