KVENNABLAÐIÐ

Móðir Ellenar sér mjög eftir að hafa ekki trúað kynferðisbrotaásökunum hennar

Nokkrum dögum eftir að Ellen DeGeneres ræddi opinberlega um kynferðisofbeldið sem eiginmaður móður hennar beitti hana, hefur móðir hennar lýst því yfir að hún hafi mikla eftirsjá að hafa ekki trúað dóttur sinni á þeim tíma.

Auglýsing

„Ég veit núna að eitt af því erfiðasta sem fórnarlömb kynferðisbrota gera er að segja frá,“ sagði Betty DeGeneres í yfirlýsingu hjá fréttastofunni NBC News.

„Ég elska dóttur mína og vildi óska að ég hefði verið móttækileg að hlusta á hana þegar hún sagði mér hvað hefði gerst,“ hélt hún áfram.

Auglýsing

Ellen ræddi opinskátt við David Letterman um kynferðisofbeldi sem fyrrverandi eiginmaður móðir hennar beitti hana. Ellen sagði ekki móður sinni frá því lengi, en svo þegar hún gerði það loksins, trúði Betty henni ekki.

„Ég þarf að lifa með þeirri eftirsjá, og ég vil ekki að neitt foreldri þurfi að búa við það. Ef einhver nærri þér hefur hugrekkið til að tala um það sem gerðist, vinsamlega trúðu honum/henni.“

Hér má lesa um ofbeldið sem maðurinn beitti Ellen.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!