KVENNABLAÐIÐ

Ellen var kynferðislega misnotuð af eiginmanni móður hennar

Spjallþáttadrottningin Ellen DeGeneres hefur nú opnað sig varðandi hörmulegt tímabil í lífi hennar: Árin þar sem hún var kynferðislega misnotuð af manninum sem kvæntur var móður hennar.

Í nýjum þáttum Davids Letterman, My Next Guest Needs No Introduction, segir Ellen að ofbeldið hafi byrjað þegar hún var unglingur og móðir hennar, Betty DeGeneres, var gift „mjög slæmum manni.”

Auglýsing

Á þessum tíma var Betty greind með brjóstakrabba og þurfti að fjarlægja annað brjóstið – sem var eitthvað sem maðurinn hennar nýtti sér: „Hann sagði mér þegar hún var ekki heima að hann hefði fundið hnút í bjóstinu hennar og hann þyrfti því að þreifa á mér en vildi ekki koma henni í uppnám,” segir Ellen.

„Ég vissi ekkert um líkama, ég veit ekki að brjóst eru eitthvað öðruvísi og… Allavega hann sannfærði mig um að hann þyrfti að þreifa á brjóstunum mínum, og svo reynir hann að gera það öðru sinni og svo aftur.”

Eftir því sem tíminn leið ágerðist ofbeldið.

Auglýsing

Ellan sagði um eitt skiptið: „Hann reynir að brjóta niður dyrnar í herberginu mínu, og ég sparkaði rúðunni úr og hljóp því ég vissi að þetta myndi verða eitthvað meira. Ég vildi ekki segja mömmu því ég var að vernda hana og ég vissi þetta myndi eyðileggja hamingju hennar. Ég er sjálfri mér reið, því þú veist, ég gerði það ekki – ég var of máttvana til að standa með sjálfri mér – ég var 15 eða 16,” segir Ellen og bætir við að þó hún haldi góðu sambandi við móður sína, vildi hún óska að hún hefði hætt að reyna að vernda hana.

„Þetta er virkilega ömurleg, ömurleg saga og eina ástæðan fyrir að ég fer út í smáatriði er að ég vil ekki að aðrar stúlkur leyfi neinum að gera eitthvað svona við þær.”

Ellen sagði að móðir hennar hafi afsakað sig fyrir að hafa ekki trúað henni fyrr, en það er ekki nóg.

„Ég hefði aldrei átt að verja hana, ég hefði átt að verja sjálfa mig. Ég sagði henni ekki frá þessu í einhver ár og svo gerði ég það. Og þá trúði hún mér ekki og var með honum í 18 ár í viðbót. Svo fór hún loksins frá honum því sagan hans breyttist svo oft.”

Ellen hefur tjáð sig áður um málið en aldrei farið út í smáatriði. Vonast hún til að þetta verði öðrum konum hvatning að tjá sig: „Okkur konunum finnst við ekki vera þess verðugar, við erum hræddar við að hafa rödd, og við erum hræddar við að segja nei. Það er eina ástæða þess að ég tel mikilvægt að ræða þetta því það eru svo margar ungar stelpur og það skiptir ekki máli hversu gömul þú ert. Þegar ég sé fólk tjá sig, sérstaklega núna, gerir það mig reiða að fórnarlömbum er ekki trúað, því við erum ekki að búa eitthvað til. Og mér líkar vel við karlmenn, en það eru svo margir sem komast upp með svo margt. Það er kominn tími til að rödd okkar fái að heyrast. Það er kominn tími á að við fáum valdið.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!