KVENNABLAÐIÐ

Húðlína Kylie Jenner: Aðdáendur úthúða henni vegna myndbands

Kylie Jenner hefur nú gefið út nýja húðlínu (sem seldist upp á mettíma) og var svo djörf að nota andlitssápuna sjálf. Það var ekki góð hugmynd þar sem hún setti myndband á Twitter til að sýna hvernig hún notar sápuna.

Auglýsing

Í fyrsta lagi var „fílter“ á myndbandinu og svo nuddaði hún sápunni á í átta sekúndur allt í allt. Þegar hún skvettir vatni á andlitið og þurrkar það svo með handklæði er það allt í farða eftir að hún er búin. Hún meira að segja gleymdi enninu.

Margir urðu reiðir og einn sagði: „Þetta sannar bara að Kylie rannsakaði þetta ekkert áður en hún setti nafnið sitt við þetta – henni er skítsama hvort aðdáendur eru að eyðileggja á sér húðina með þessum ömurlegu ráðum.“

Auglýsing

Húðsérfræðingar hafa einnig sagt að átta sekúndur eru ekki nóg, það á að þvo andlitið í a.m.k. 60 sekúndur.

„60 sekúndur eru lágmark fyrir vöru að byrja að virka á húðinni. Taktu fílterinn af og segðu viðskiptavinunum sannleikann!“ sagði annar.

Svo var það einnig tæknin sem fór fyrir brjóstið á fólki og kallaði það hana „svindlara.“

„Þú og systur þínar eru svindlarar. Segðu bara eins og er að þú og þið farið til dýrra húðlækna sem redda öllu fyrir ykkur. Ef þú notaðir þessa rútínu sem þú varst að sýna okkur værirðu bólugrafin.!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!