KVENNABLAÐIÐ

Stöðugt er ruglast á Meghan Markle og þessari konu!

Tvífari hertogaynjunnar af Sussex fær varla frið þegar hún fer út meðal fólks, því það heldur að þar sé Meghan Markle sjálf á ferð.

Bianca Burgdorf (29) frá Melbourne í Ástralíu hafði ekki hugmynd um líkindi hennar með Meghan, þar til fjölskylda og vinir fóru að segja henni frá Rachel Zane – sem er persónan sem Meghan leikur í bandarísku þáttunum Suits.

Auglýsing

astr3

Bianca, sem starfar sem einkaþjálfari, segist aldrei hafa pælt í þeirri samlíkingu þar til Meghan varð heimsþekkt fyrir að vera gift Harry Bretaprins.

Nú er hún stöðvuð nokkrum sinnum í viku úti á götu.

ast1

Auglýsing

„Allt í einu var hún alltaf í sjónvarpinu og í öllum tímaritum. Því þekktari sem hún varð, því fleiri bentu mér á þetta. Þetta gerist alls staðar, í búðum, úti á götu alls staðar. Margir hafa einnig sagt við mig og manninn minn (sem er dökkhærður með brún augu): „Ef þú værir rauðhærður væri ég viss um að þið væruð breska konungsfólkið!“

astr2
Bianca segir að hún og Meghan hafi fleira sameiginlegt – þrátt fyrir að Meghan sé af afrískum/bandarískum uppruna sé hún af ítölskum ættum. Biöncu þykir heldur ekki leiðinlegt að Meghan er flott kona sem berst fyrir réttindum kvenna.

„Ég elska það sem hún stendur fyrir, ég held að hún sé einhver sem allar konur geta dáðst að og litið upp til. Ég er einkaþjálfari og hvet konur til að finna bestu útgáfuna af sér sjálfum, sem er augljóslega það sem hún gerir líka.“

Meghan, Harry og Archie
Meghan, Harry og Archie

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!