KVENNABLAÐIÐ

Innbrotsþjófur braust inn, stal engu en þreif allt húsið

Maður nokkur í Massachusetts, Bandaríkjunum, varð þolandi furðulegs athæfis, en brotist var inn hjá honum. Þegar hann og sonur hans komu heim fyrr í mánuðinum tóku þeir eftir að eitthvað væri öðruvísi. Ekkert vantaði, en allt húsið var hreint og þrifið, sem var alls ekki eins og þeir skildu við það um morguninn.

Nate Roman, sem býr með syni sínum kom heim þann 15 maí síðastliðinn eftir að hafa sótt son sinn í skólann. Þá tók hann eftir að bakdyrnar voru ólæstar. Hann hafði oft gleymt að læsa þeim áður þannig það vakti ekki furðu hans. Þegar inn kom angaði allt af bleikiefni og hreinsilegi og dyr sem oftast voru opnar voru lokaðar. Hann upplifði afskaplega furðulega tilfinningu þegar hann fór upp að kíkja á svefnherbergin, en þar hafði einnig verið þrifið og raðað upp á „hrollvekjandi hátt.”

Auglýsing

„Það var búið að ryksuga og allt var tandurhreint og frágengið,” sagði Roman við blaðamenn og sagði að um morguninn hefðu bæði svefnherbergin verið á tjá og tundri.

Barnaherbergið
Barnaherbergið

Inni á baðherbergjunum hafði klósettpappírinn verið föndaður í origami rós, sem staðfesti grun hans um að einhver ókunnugur hefði verið í húsinu.

Auglýsing

Þrátt fyrir að ekkert væri horfið hringdi hann auðvitað í lögguna. Þeir könnuðu húsið og staðfestu að enginn væri inni í því og spurðu nágranna um eitthvað óvenjulegt. Enginn hafði orðið var við nokkuð.

Þjófavarnarkerfið hafði verið aftengt þannig ekkert sást á myndavélunum. Skynjari á dyrunum gaf þó til kynna að einhver hefði farið inn og verið inni í 90 mínútur.

„Enginn glæpur var framinn, ekkert horfið eða skemmt þannig lögreglan hefur á litlu að byggja,” sagði hinn ringlaði húseigandi.

Þar sem enginn getur sagt með vissu hvað gerðist þennan dag grunar Nate helst að starfsmaður hreingerningarþjónustu hafi ruglast á húsum. Það útskýrir þó ekki eitt: Eina herbergið sem ekki var þrifið var eldhúsið. Það var alveg ósnert.

Nate hefur ekki þótt þetta þægileg upplifun, þó aðrir gætu kannski haldið svo. Hann opnar oft skápa og geymslur varlega til að athuga hvort eitthvað sé þar inni og hefur hann skipt um lása á öllum dyrum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!