KVENNABLAÐIÐ

Shiloh, dóttir Angelinu og Brad, er 13 ára í dag: Myndir

Shiloh er orðin 13 ára, þann 27. maí. Hún hefur alltaf alist upp í sviðsljósinu enda eru foreldrarnir einir þekktustu leikarar Hollywood.

Shiloh fæddist íSwakopmund, Namibíu árið 2006 og er elsta líffræðilega barn foreldra sinna og í miðjunni af stelpunum.

Hún er alin upp meðal fimm annarra barna og hefur þurft að þola margt, sérstaklega þegar foreldrar hennar skildu.

Auglýsing

Spennan milli parsins var orðin slæm og Brad var ekki myndaður með börnunum opinberlega í 900 daga. Shiloh tók það mjög nærri sér.

Hún þráði mjög nærveru föður síns og símtöl hans á kvöldin. Grátbað hún móður sína að leyfa þeim að gista hjá honum, en Angelina var mjög hörð.

Brad og Shiloh eiga mjög sérstakt samband og þau voru bæði mjög döpur þegar skilnaðardeilan stóð sem hæst.

„Shiloh er ekki sama áhyggjulausa barnið eins og hún var áður en að þau skildu,” segir nafnlaus heimildarmaður. „Hún skilur ekki af hverju Brad getur ekki verið með þeim í fjölskylduferðum.

Auglýsing

Eins og áður sagði er Shiloh vön sviðsljósinu og aðdáendur elska „strákastelpu” lúkkið hennar! Kíktu á myndasafnið og sjáðu hvað hún er orðin stór!

sh15 sh16 sh3 sh4 sh5 sh6 sh7 sh8 sh9

sh10 sh11 sh12

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!