KVENNABLAÐIÐ

Fékk sér tarantúlu til að losna við heimsóknir köngulóarhræddar tengdamömmu

Maður nokkur var orðinn örvæntingarfullur um að tengdamóðir hans væri að eyðileggja hjónaband hans með nöldri og afskiptasemi. Hann nýtti sér því gríðarlega köngulóarhræðslu tengdamóður sinnar og fékk sér frekar óvenjulegt gæludýr – tarantúlu.

Auglýsing

Maðurinn sem kallar sig ProbablyAssholeGuy á Reddit segist ekki vera hrifinn af köngulóm sem slíkum en þar sem tengdó var dauðhrædd við kvikindin ákvað hann að þetta væri sniðugt ráð til að halda henni í burtu.

Átti þetta sér stað í Kína.

Maðurinn segist hafa fengið algert óþol gagnvart tengdaforeldrum, þó sérstaklega henni, því þau komu í heimsókn í tíma og ótíma og skiptu sér á öllu. Þrátt fyrir umkvartanir hans við konu sína brást hún ekkert við. Þegar hann tók eftir ofsahræðslu konunnar í eitt sinn þegar hún var í heimsókn ákvað hann að nýta sér það.

„Fyrir nokkrum mánuðum fríkaði hún bara út þegar það var lítil könguló í horninu á stofunni. Fékk bara ofsakvíðakast og allt. Þannig ég fékk þá hugmynd að fá mér tarantúlu til að koma í veg fyrir allar þessar heimsóknir hennar. Ég spurði konuna mína að þessu, henni fannst það í lagi en ég sagði henni ekki hina raunverulegu ástæðu. Þetta virkaði! Kallinn kemur stundum en kellingin þorir ekki í heimsókn,“ segir maðurinn.

Maðurinn póstaði þessu í AmITheAsshole á Reddit, þar sem fólk spyr samfélagið hvort rétt sé að gera ákveðna hluti til í ákveðnum kringumstæðum. Vildi hann vita hvort hann væri fáviti fyrir að vera ekki hreinskilinn við konuna sína.

„Konan mín hélt áfram að virða ekki mörkin mín í mörg ár, mér fannst ég ekki hafa neitt val. Plús það – tarantúlan er svalt gæludýr,“ sagði hann.

Margir svöruðu og flestir voru á því að konan hans vissi sennilega ástæðuna, hún væri bara fegin að losna við afskiptasemina.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!