KVENNABLAÐIÐ

Eineggja tvíburi „lifir í stöðugum ótta“ þar sem bróðir hans er dæmdur barnaníðingur

Hið óhugsanlega: Manni sem er eineggja tvíburi líður eins og hann hafi fengið dóm því bróðir hans var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir ósæmilega hegðun gagnvart börnum: „Ég þarf alltaf að horfa mér um öxl“ segir Owen Evans (42) en bróðir hans Gavin fékk dóminn og þeir eru nauðalíkir. Líður honum eins og hann hafi fengið dauðadóm en stutt er síðan hryllilegir glæpir bróður hans komu í ljós. 

Auglýsing

Gavin hafði átt „mjög óviðurkvæmileg samtöl“ við stúlkur undir aldri og í tölvu hans fundust myndir af stúlkum sem voru allt niður í fjögurra ára og höfðu verið misnotaðar.

Á föstudaginn síðasta, 5. apríl, var Gavin dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir dómi í Swansea í Bretlandi fyrir að hafa deilt myndum af ofbeldisbeittum börnum á netinu.

Auglýsing

Fyrir dóminn hafði Gavin játað 11 ákæruliði, s.s. að niðurhala og dreifa myndum af börnum, og að hafa stungið upp á og reynt að fá barn með í kynferðislegt athæfi ásamt vörslu mikils magns barnakláms. Hann fékk fjögurra ára dóm eins og áður sagði og þarf að láta skrá sig sem kynferðisafbrotamann það sem eftir er ævinnar.

Í viðtali við Wales Online, sagði Owen að hann og fjölskyldan hefðu ekki haft hugmynd um umfang glæpa Gavisn og þar sem þeir líta næstum nákvæmlega eins út þurfi hann að vera „horfa sér stöðugt um öxl.“

Owen líður eins og hann hafi framið glæp, og segist vera sjálfur í fangelsi: „Ég mun þurfa að lifa með þessu, þó ég hafi ekki gert neitt. Maki minn var ásakaður um að búa með barnaníðingi!“

Honum fannst dómurinn yfir bróður sínum ekki nógu harður: „Mér finnst ekki hann hafa fengið nógu langan dóm. Hann mun sennilega sitja inni styttra en fjögur ár.“

pae

Owen hefur reynt að reka fleyg milli síns og bróður hans, t.d. að pósta myndum af þeim tveimur á samfélagsmiðla til að sýna að þeir séu ekki sama manneskjan: „Ef fólk tekur feil á mér og honum þá verður það að hafa það. Allt sem ég er að reyna er að koma sögunni þarna út og láta fólk láta mig í friði.“

Owen mun aldrei tala við bróður sinn aftur, samkvæmt fjölmiðlum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!