KVENNABLAÐIÐ

Játaði að hafa selt börnin sín upp í dópskuld

Móðir í Corpus Christi, Texasríki, Bandaríkjunum hefur játað að hafa selt börnin sín til að semja um dópskuld hefur verið dæmd í sex ára fangelsi.

Auglýsing

Esmerelda Garza seldi son sinn fyrir um 2500 dali (um 300.000 ISK) tók samningi við dómarann og játaði sekt sína í þremur hlutum, m.a. að hafa selt eða keypt barn. Hún var einnig dæmd fyrir peningaþvætti og ráðabrugg um að selja eða kaupa barn.

Garza fékk sex ára dóm fyrir að selja börnin sín og tvö önnur ár fyrir hinar sakargiftirnar. Hún mun afplána dóminn allan í einu.

Auglýsing

Í júní árið 2018 fann lögreglan sjö ára gamlan dreng á heimili í Corpus Christi þegar þeir framkvæmdu leit á heimili: „Rannsókn leiddi í ljós að tvær stúlkur, tveggja og þriggja ára, voru í ferli að vera seldar einnig,” sagði lögreglan í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér.

Kona sagðist hafa keypt drenginn af Garza fyrir 2500 dali í skýrslu sem hún gaf.

Garza sagði að hún og kærastinn hefðu skuldað peninga vegna eiturlyfja og hún gaf konunni barnið sem borgaði henni bæði 500 dali og borgaði upp eiturlyfjaskuldina.

Konan og maðurinn voru einnig handtekin en ekki er vitað hvort þau hafi verið ákærð fyrir glæp.

Lögfræðingur Garza hefur ekki tjáð sig þar sem máli er enn í gangi og honum var ekki leyft að tjá sig. Barnavernd er að vinna í málinu einnig.

Heimild: HuffingtonPost

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!