KVENNABLAÐIÐ

Danskir sæðisgjafar óhemju vinsælir í Bretlandi

Þau eru kölluð „víkingabörn” og er draumur margra breskra kvenna að eignast barn með myndarlegum og glæsilegum Dana. Talið er að um 6000 dönsk/bresk föðurlaus börn búi nú í Bretlandi og er danskt sæði vinsælla en annað sæði.

Holly og Johan
Holly og Johan

Holly Ryan er 41 árs og er með barni. Hún elur upp hinn þriggja ára Johan ein og er ekki í neinu sambandi við föðurinn. Í raun hefur hún aldrei hitt föður barnanna sinna. Hún veit ekki einu sinni hvað hann heitir.

Auglýsing

Holly er ein af þeim sem ferðast til Danmerkur til að fá sæði í sæðisbanka.

Johan er nú þriggja ára
Johan er nú þriggja ára

Holly segir að víkingabörnin séu mjög vinsæl og er Johan sonur henanr með þykkt ljóst hár og blá, falleg augu, sem hún segir að sé frá föður hans.

Auglýsing

Það er þó ekki öll sagan sögð. Ástæða þess einnig að konur fljúga til Kaupmannahafnar á nokkurra vikna fresti til að verða óléttar. Í Bretlandi eru karlmennirnir tregir að gefa sæði. Í raun í svo miklum mæli að talað er um krísu. Það eru um 13.500 frjósemisklínik í Brelandi en breskir karlmenn eru, og hafa alltaf verið, óduglegir við að gefa sæði.

Breytingar á lögum árið 2005 voru þær að barn hefði leyfi til að hafa samband við sæðisgjafann þegar það væri orðið 18 ára. Það var síðasti „naglinn í kistuna” og karlmenn voru almennt ekki hrifnir af þeirri hugmynd að fá heimsókn nokkrum árum seinna af ókunnugri manneskju.

Síðustu tölur sem eru frá árinu 2010 sýna að aðeins 480 breskir menn urðu sæðisgjafar á því ári. Allar tilraunir til að ná þeim fjölda upp hafa mistekist.

Árið 2015 var frjósemisklínik opnað í Birmingham til að fá fleiri breska sæðisgjafa en henni var lokað tveimur árum seinna eftir að aðeins níu karlmenn höfðu veitt þjónustu sína.

Annemette Arndal-Lauritzen
Annemette Arndal-Lauritzen

Framkvæmdastjórinn Annemette Arndal-Lauritzen hjá European Sperm Bank í Danmörku segir: „Notkun sæðisgjafa til barneigna er sífellt að aukast og margar breskar konur myndu gjarnan vilja kjósa breskt sæði. Þær hafa margar hverjar sagt okkur það. Í Danmörku eru karlmenn stoltir af því að vera sæðisgjafar og gjöfin er hluti af okkar menningu. Við leitumst við að fjarlægja einhvern skammarstimpil sem sumir telja að sæðisgjöf hafi. Ef Bretar taka sig ekki á, gefum við þessum konum það sem þær vilja.”

Herbergið þar sem framlög fara fram
Herbergið þar sem framlög fara fram

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!