KVENNABLAÐIÐ

Er Meghan að fara að eiga? Guðfaðir barnsins drífur sig til London

Á þriðjudagskvöldið 2. apríl sást besti vinur Meghan Markle, Daniel Martin, ná flugi seint að kvöldi til á leið til London. Hann er förðunarfræðingur, besti vinur hennar og verður guðfaðir barns þeirra Harry.

Auglýsing

„Ég er að koma London!!!” sagði Daniel á Instagram en þá var hann á gangi um flugvöllinn með farangurinn sinn. Svo deildi hann snappi af eftirréttinum sínum og taggaði fyrsta farrými British Airways flugfélagsins.

Auglýsing

Eins og lesendur vita er búist við að Meghan sé að fara að eiga þessa dagana. Heimildir segja að Harry og Meghan hafi stofnað Instagramsíðu, eins og Sykur greindi frá, og vilja etja fyrstu myndina af þeim þremur á síðuna. Daniel er því einnig þörf til að gera Meghan sæta.

daniel og meg

Daniel var einnig í steypiboði Meghan Markle og er talinn verða einn af guðforeldrum barnsins.

Hann hefur einnig komið í höllina og deildi myndum af glæsilegu „High Tea” í höllinni með Meghan.

Daniel er sagður farða Meghan fyrir Instagram sem og fyrstu opinberu myndirnar af fjölskyldunni: „Hún hefur spurt hann og hann er mjög glaður að verða að liði. Að hann sé kominn til London þýðir að hún er sennilega farin að finna fyrir samdráttum,” segir ónefndur heimildarmaður í viðtali við Radar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!